Saumadagur 23. janúar í Safnaðarheimili Grensáskirkju

Íslenska bútasaumsfélagið heldur sinn árlega bútasaumsdag laugardaginn 23 janúar kl 10 – 16.  Allir mæta með sinn saumaskap og sauma það sem hver vill.   Ef einhver á í vandræðum með einhvern saumaskap er upplagt að kom á saumadag og leita ráða hjá þeim sem þar verða.

Þáttökugjald 1000 kr. Kaffi á staðnum en munið eftir því að taka með ykkur nesti.

Verkefni 1. Regína Eiríksdóttir verður með fræðsluhorn fyrir þá sem vilja spreyta sig á samkeppni EQA á þessu ári sem er kveðja frá Íslandi. Mun hún fara yfir grunnhönnun á verkinu. Hver hannar sitt verkefni.

Verkefni 2. Hjördís Gunnarsdóttir leiðbeinir með litaval og aðferð við að sauma „strada star“ í dúk eða teppi. Hægt er að sauma tvær stærðir 36×36“ eða 42×42“  Í „strada star“ þarf  25cm  x 7 litir. 8 litir í stærra stykki. Efnin má skera í 1.5“ breyðar lengjur. Taka með ykkur stiku sem er a.m.k. 12×12  (má vera stærri) og saumavél.

Verslunin Virka bíður þeim sem verða á saumadeginum 15% afslátt af bútasaumsefnum fram að 23. jan.  Tilkynna þarf þátttöku með pósti á netfangið ameria hja internet.is til að fá afsláttinn.

Stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins.

Athugasemdir

 1. Hrafnhildur Sigurðardóttir segir:

  Er þessi bútasaumshópur í Safnaðarheimili Grensáskirkju á hverjum laugardegi?

  Er mögulegt að hoppa inn í hópinn?

  Kveðja Hrafnhildur

  • borghildur segir:

   Sæl. Þetta var árlegur saumadagur félagsins. Næsti fundur félagsins er 17 febrúar kl. 19.30 og er þér velkomið að mæta þá ef þú hefur tök á. Kveðja Erla.

Skrifa athugasemd