Punktar frá Félagsfundi ÍB 28.mars 2012

Það var fjölmennur hópur kvenna sem skunduðu upp í  Fella og Hólakirkju  miðvikudagskvöldið 28.mars sl. – það var gaman að sjá hversu margar mættu þetta kvöld.

Félagskonur voru beðnar að taka þátt í skoðanakönnun varðandi tímasetningu á fundunum og hugmyndir að dagskráliðum fyrir næsta vetur 2012-2013

Smelltu á myndina og fáðu snið af nálapúðanum.

Smelltu á lesa meira til að fá nánari fréttir frá fundinum :)

Lovísa kynnti fyrirlesara kvöldsins sem var Regína Eiríksdóttir

Einstaklega skemmtilegt að hlusta á hana, hún er búin að vera í bútasaum í 37 ár, hún sagði okkur meðal annars frá miklum breytingum sem hafa orðið í gegnum árin, bæði á efnunum,gæðum og litum og bara það einfalda að fá góð efni – í þá daga var ekkert internet sem var hægt að panta og fá sent heim og úrval af litaglöðum efnum voru takmörkuð í þá daga.

Regína notar mikið litahjólið við sína vinnu í bútasaum, gaman að segja frá því að hennar hjól var orðið 40 ára og stendur enn fyrir sínu. Hún sagði okkur frá hvernig við getum nýtt það alla litasamsetningu í bútasaum.

Hún sýndi okkur teppi sem hún að vinna í núna sem hún kallaði 2000 teppið, og er skipti verkefni við konu í Ameríku, það eru 2000 bútar í teppinu og engin bútur eins.

Endalaus fróðleikur hjá Regínu.

Vegna veikinda hjá Quiltkörfunni þá forfölluðust þær – en koma bara seinna í heimsókn til okkar. Óskum þeim góðs bata.

Ragnhildur Björnsdóttir sagði okkur að ekki hafa borist næg verk í EQA samkeppnina “Krossgötur”  Það voru nokkur loforð á fundinum um verk, en ef það er einhver sem komst ekki á fundinn og langar að taka þátt,  þá er hægt að skila inn verkum á næsta félagsfundi þann 26.apríl.

Ragnhildur sagði okkur einnig frá sýningu sem er fyrirhuguð í haust á vegum ÍB – hana á eftir að skipuleggja, sem sagt allt í mótun.

En við munum auglýsa hana betur þegar komin er dagsetning og fleira.

~ kaffi hlé ~

Svala sagði okkur frá að alltaf fjölgar í félaginu og hafa nú 10 konur bæst í hópinn frá áramótum. VELKOMNAR STELPUR :)

Dregið í happadrættinu

Sýnt og sagt frá:

Tvö falleg hetjuteppi bættust í hópinn – ( þykir leiðinlegt að ekki náðist nafnið á þeim sem gáfu þau en mun fá það og setja það inn við fyrsta tækifæri)

Ingibjörg Guðjóns sýndi okkur dúk sem var gerður úr japönsku blokkunum , eins og ver kennt á saumadegi ÍB fyrir jól. Ingibjörg setti hann aðeins örðuvísi upp og kom svona rosalega flott út.

Ragnhildur Björns sýndi fyrir Önnu Maríu gullfallegt teppi með haustþema-  fallegir haustlitir og hún hafði þjár tegundir af haustlaufum í teppinu.

Fundi slitið..