Töskusamkeppni

Á sýningunni „Bjálkinn“ sýning Íslenska bútasaumsfélagsins sem haldin verður i Perlunni dagana 9. – 17. maí 2015, verður samkeppni um töskur.

Í fréttablaði félagsins var samkeppnin nefnd á tveimur stöðum. Á öðrum staðnum mátti skilja að töskurnar ættu að vera saumaðar með bjálkakofa en það er ekki rétt, aðferðin (þ.e. munstrið/blokkin) er FRJÁLS.

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 1.maí  2015

Smelltu hér til að fá þátttökublaðThe Festival Of Quilts 2015 & The Knitting & Stitching Show 2015

Hin áralega EQA sýningin Festival of Quilts í Birmingham ~ allt um sýninguna hér > http://www.thefestivalofquilts.co.uk/…/Workshops-and-Lectur…

The knitting and stitching show. Næsta sýning verður í London 7-11 okt 2015

Áhugaverð sýning fyrir allt handverksfólk. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, það verður bútasaumur, prjón og hekl, skartgripir, vefnaður, kortagerð, blúndugerð, krosssaumur og margt fleira.

Sjá nánar hér > http://www.theknittingandstitchingshow.com/


Bjálkinn – Sýning 2015


Aðalfundur 2015

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 21. mars kl. 10;00. í  safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl 9:00

Dagskrá aðalfundar er:

 • Fundasetning, kosning fundastjóra og fundaritara.
 • Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári
 • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
 • Tillaga um árgjald
 • Skýrslur nefnda
 • Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar
 • Kosning formanns
 • Kosning meðstjórnanda
 • Kosning varamanna
 • Kosning tveggja skoðunarmanna
 • Kosning í nefndir
 • Önnur  mál
 • Aðalfundi slitið.

Ferðatöskusala

Félagsmönnum gefst kostur á að selja varning tengdan bútasaum,
s.s. efni, bækur o.þ.h. Vinsamlega tilkynnið um það.

Námskeið

Að loknum aðalfundarstörfum verður haldið námskeið. Sjá nánar
í nýjasta fréttabréfinu. Kennari verður Jóhanna Aðalsteinsdóttir
sem kemur frá Ísafirði til að kenna okkur.

Áríðandi er að skrá sig á námskeiðið. Síðasti
skráningardagur 16.mars. Skráningar sendist til Margrétar
Björnsdóttur margretbj@simnet.is [1]  s. 6648481.

Þeir sem skrá sig fá upplýsingar um verkefnin og efnisþörf.
Matarhlé. U.þ.b. kl. 12.00
Matarmikil rjómalöguð kjúklingasúpa með heimabökuðu brauði og
hummus. kr 1.500,-
Þeir sem vilja súpu vinsamlega tilkynnið það. fingurbjorg@gmail.com

Námskeið heldur áfram.

Hlökkum til að sjá ykkur og fá nýjar hugmyndir. Stjórn ÍB


Félagsfundur í kvöld !!!!

Stjórn félagsins hefur ákveðið að halda áætlaðan félagsfund í kvöld kl.19.30.
Hlökkum til að sjá ykkur.


Fyrirvari á félagsfundi

Kæru félagsmenn
Fyrirvari á félagsfundi á morgunn miðvikudag.
Vegna slæmrar veðurspár á morgunn viljum við auglýsa félagsfundinn okkar með fyrirvara , þar sem félagsmenn okkar koma víða að en ekki eingöngu frá höfuðborgarsvæðinu.
Við munum fylgjast með veðri og vindum á morgunn og látum vita hér EF fundi verður aflýst.


Félagsfundur 25.febrúar 2015

Næsti fundur félagsins er  miðvikudaginn 25.febrúar og hefst kl:19.30, í safnaðarheimili Grensáskirkju, við Háaleitisbraut.

Dagskrá:

 • Ferðasaga frá Seattle – það eru hressar stelpur sem ætla að segja okkur frá bútasaumsferð sem farin var í september sl. í máli og myndum.
 • Kaffi
 • Sýnt og sagt frá – Félagar hvattir til að koma með 1-2 verk til að sýna. Gjarnan verkefni með sögu að baki.

Hlökkum til að sjá ykkur


Félagsfundur 28. janúar 2015

Næsti fundur félagsins er  miðvikudaginn 28.janúar og hefst kl:19.30

Gestur fundarins verður Guðfinna Helgadóttir frá versluninni Virka. Hún mun sýna okkur nýtt verk sem hún saumaði sérstaklega fyrir þessa kynningu. Sýnikennsla, einnig verður hún með kynningu á því nýjast í versluninni.

 • Kaffi
 • Klúbbakynning verður frá Sólvallaklúbbnum.
 • Sýnt og sagt frá.

Hlökkum til að sjá ykkur á góðu kvöldi!
Minnum á að 9.-17.maí n.k. verður sýningin Bjálki og fl. Sýningar í Perlunni.
Stjórnin


Nokkrir punktar um félagsstarfið.

Ágæti félagi.

Um leið og við óskum þér gleðilegs árs eru hér nokkur atriði sem við viljum árétta í starfi félagsins nú á seinnihluta starfsársins.

Eins og kom fram í síðasta fréttabréfi félagsins verður „Bjálkinn“ sýning Íslenska bútasaumsfélagsins haldin i Perlunni dagana 9. – 17. maí 2015.

Í tengslum við sýninguna verður samkeppni um töskur.  Í fréttablaðinu var samkeppnin nefnd á tveimur stöðum. Á öðrum staðnum mátti skilja að töskurnar ættu að vera saumaðar með bjálkakofa en það er ekki rétt, aðferðin (þ.e. munstrið/blokkin) er FRJÁLS.

Ákveðið hefur verið að efna til tombólu til að fjármagna sýninguna. Því vildum við fara þess á leit við félagsmenn að senda einn eða fleiri „vinninga“ til

Brynju Eggertsdóttur, Dalhúsum 79, 112 Reykjavík og/eða skila vinningum til stjórnar félagsins á félagsfundum 28.janúar eða 25.febrúar n.k.

Árlegur aðalfundur félagsins verður haldinn 21. mars n.k. EKKI 28 eins og stendur í blaðinu.

Eins og undanfarin ár er endurnýjun í stjórn/nefndum félagsins. Þið getið tilnefnt ykkur sjálf eða nefnt aðra sem líklegir eru til að vilja starfa fyrir félagið og okkur öll. Við hvetjum ykkur til að gefa kost til starfa í þágu félagsins.

Mikilvægt er í öllum áhugafélögum að sem flestir komi að starfi í nefndum og stjórn til að sem flest sjónarmið og áherslur komi fram. Fjölbreytileikinn er bestur

Bestu kveðjur

Stjórn ÍB


Sýningin Spor í Spor

Sýningin spor í spor opnar í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5,

laugardaginn 22. nóvember og stendur til 31. desember 2014
~ spor í spor ~ handsaumur í pappír ~
Sifa – Sigrún Guðmundsdóttir

Sigrún vinnur með gamlan útsaum, kaffidúka og puntudúka sem hafa þjónað hlutverki sínu, margþvegnir og misjafnlega slitnir. Hún klippir smábúta úr útsaum, setur þá á pappír og heldur áfram að sauma. Þannig tengir hún við fyrri tíma og heldur áfram á eigin hátt, og úr verður einskonar samtal á milli nútíðar og fortíðar.