Kveðja frá Íslandi

Þátttökureglur fyrir samsýningu EQA 2016.


Bútamessa 29. nóvember

Fyrsti sunnudagur í aðventu, 29. nóvember 2015.

Sunnudaginn 29. nóvember n.k.; fyrsta sunnudag í aðventu, verður bútasaumsmessa í Áskirkju kl. 11:00. Um er að ræða messu með þátttöku félaga úr Íslenska bútasaumsfélaginu, sem lesa ritningarlestra og sýna verk sín. Guðspjall dagsins segir m.a. frá því að mannfjöldinn í Jerúsalem hafi fagnað Jesú við innreið hans til borgarinnar með því að breiða klæði sín á veginn. Því fer vel á að bútasaumsverk verði breidd út og sýnd í kirkjunni og einnig höfð til sýnis í safnaðarheimili kirkjunnar að messu lokinni, þar sem boðið verður upp á kleinur með kaffinu.
Íslenska bútasaumsfélagið hefur starfað í rúm 15 ár og staðið fyrir fjölbreytilegum námskeiðum og sýningum á ýmsum stöðum, og meira að segja haldið vinnudag í safnaðarheimili Áskirkju, þar sem félagar hafa borið saman bækur sínar og búta, enda veitir bútasaumur mikinn félagsskap og stuðlar að góðri samvinnu.
Félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu hafa í gegnum tíðina saumað teppi sem afhent hafa verið Umhyggju, félagi langveikra barna. Börnin hafa valið sér teppi sem hafa glatt þau og veitt þeim yl.
Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar við messuna og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti er Magnús Ragnarsson. Barnastarfið verður á sínum stað, og annast djákni kirkjunnar, Kristný Rós Gústafsdóttir, samverustund sunnudagaskólans, ásamt Jarþrúði Árnadóttur guðfræðinema.


Jólafundur 18. nóvember kl.19.30

Dagskrá fundarins sem haldin verður í safnaðarheimili Grensáskirkju er:

 • Hugvekja á léttum nótum.
 • Sýnt og sagt frá jólaverkum.
 • Jólasúkkulaði og marsípanterta.
 • Jólasamkeppni kynnt og verðlaunaafhending.
 • Jólagjafir afhentar.

Vegna hækkunar á leigu salarins er nauðsynlegt að hækka þátttökugjaldið í 700 kr. fyrir félagsmenn og 1.000 kr. fyrir aðra fundargesti.


Dagskrá veturinn 2015 – 2016

Miðvikudagur 18. nóvember 2015. Jólafundur

Sunnudaginn 29. nóvember 2015.Bútasaumsmessa. Kl 11:00 í Áskirkju

Laugardag 23. Janúar 2016: Saumafundur

Miðvikudagur 17. febrúar. 2016

Laugardagurinn 9. Apríl 2016. Aðalfundur.

Laugardagurinn 30. Apríl 2016. Vorferð

Sunnudagurinn 19. júní 2016. Evrópski bútasaumsdagurinn


Kveðja að heiman

Samsýningarverkefni EQA 2016 er “Kveðja að heiman”.

Verkefnið er póstkort þar sem bara á að sýna framhliðina og á að sýna það sem kemur upp í hugan hjá hverjum og einum þegar kveðja að heiman er nefnd.   Verkið á að vera mð einu alvöru frímerki efst í hægra horni.

Stærð verksins á að vera 35 cm á breidd og 25 cm á hæð.   Litaval er frjálst.


Félagsfundur 21 október 2015 kl. 19.30

 • Margrét Valdimarsdóttir nýkjörinn formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands (HFÍ) kynnir félagið. Hún segir frá sögu og tilgangi félagsins en það rekur námskeiðskóla og litla verslun og gefur út ársritið Hug og hönd.  Auk þess mun Margrét hafa með sér bútasaumsteppi úr eigin smiðju.
 • Súkkulaði “Omnom” og bútasaumur hvernig tengist það? Sjón er sögu ríkari.
 • Klúbburinn Ölfurnar koma og kynna verk sín og starfsemi.
 • Happdrætti
 • Sýnt og sagt frá.
 • Önnur mál.

Sjáumst kát og hress, tökum með okkur gesti.   Aðgangseyrir 500 kr. fyrir félagsmenn en 1.000 kr fyrir gesti.


Bútasaumsnámskeið, október til nóvember 2015

Gunnlaug Hannesdóttir textílkennari ætlar að halda tvö bútasaumsnámskeið í Snælandsskóla í Kópavogi, ef næg þátttaka fæst. Skráningi og nánari upplýsingar veitir Gunnlaug, gunnhann hja gmail.com / 6910420.

Crazy quilt námskeið.

Dagsetningar:  15.10, 22.10, 29.10. 05.11 og 12.11.2015

Tími:  kl. 19-22

Námskeiðsgjald 19.000 kr , efni innifalið (má líka koma með sitt eigið efni).

Bútasaumur – grunnnámskeið.

Dagsetningar: 12.10, 19.10, 26.10, 02.11 og 09.11.2015

Tími: kl. 19-22

Námskeiðsgjald 17.000 kr.  Án efnis.

Gunnlaug hefur einnig haldið námskeið í yfirfærslu mynda af pappír yfir á efni (rammalím) sem er skemmtileg aðferð og gefur mikla möguleika í útfærslu.  Hægt er að sjá myndir á fésbókarsíðu gunnhann design.


Jólasamkeppni Íslenska bútasaumsfélagsins

Félagið efnir árlega til samkeppni meðal félagsmanna sinna á jólafundi félagsins 18. nóvember næst-komandi. Þemað að þessu sinni er Birta/ylur, stærð 40 x 40 sm og er litaval frjálst. Verkið skal merkja á bakhlið með: Heiti verks og höfundar, jólasamkeppni 2015.

Tilkynna skal þátttöku á jfinnbogadottir hjá gmail.com. Verkin þarf að afhenta sýningarnefnd eða stjórnarmönnum félagsins og verða verkin hengd upp á jólafundinum. Sérstök dómnefnd velur verðlaunaverkið og fundargestir velur einnig úr þátttökuverkunum.


Félagsfundur miðvikudaginn 23. september kl. 19.30

Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldin miðvikudaginn 23. september kl. 19.30 í safnaðarheimili Grensáskirkju (Háaleitisbraut 66).  Dagskrá fundarins er:

 • Útsaumur og crazy quilt, Gunnlaug Hannesdóttir.
 • Sagt frá bútasaumssýningu í Birmingham sem haldin var í ágúst.
 • Kynning á jólasamkeppni með þemanu birta/ylur, stærð 40×40 sm.
 • Þema jólagjafar kynnt.
 • Sagt frá næsta EQA verkefni.
 • Sýnt og sagt frá crazy quilt verkum
 • Happadrætti
 • Önnur mál.

Aðgangseyrir fyrir félagsmenn 500 kr. en aðrir gestir greiða 1.000 kr.  Stjórnin.


Open European Quilt Championships

Hollendingar halda bútasaumshátíð 29. október til 1. nóvember næstkomandi.   Sjá nánar: OPEC