Boð um þátttöku í samkeppni – NQT 2012

NQT (Nordisk Quilttræf) haldið í Álaborg 18-20 maí 2012.   Í tengslum við hátíðina er efnt til samkeppni með þemanum:  Á leið.  Samkeppnin er opin fyrir félögum norrænu bútasaumsfélaganna.  Hægt er að senda inn tvö verk, hefðbundið og óhefðbundið (Art quilt).  Samtals verðlaun eru 15.000 dkr sem deilt verður á milli vinningshafa samkvæmt ákvörðun dómnefndar.  Að auki velja sýningargestir eitt verðlaunaverkið.

Keppnisreglur:

 • Þemað má túlka að vild
 • Allar aðferðir má nota en verkið skal innihalda þrjú lög og vera hand- eða vélstungið.
 • Verkið má ekki vera í ramma eða með gleri.
 • Verkið skal vera með minnst 10 cm metra upphengi, sem gjarnan má vera í þremur hlutum.
 • Form verksins er frjálst, en stærðin má að hámarki ver 1,5 m2.
 • Verkið skal sauma fyrir þessa samkeppni og því má það ekki hafa tekið áður þátt í öðrum samkeppnum eða sýningum.
 • Verkið þarf að vera eigin hönnun (ekki eftirgerð).
 • Nafn höfundar má ekki koma framhlið verksins, heldur skal verkið vera merkt á bakhlið.
 • Ef annar aðili hefur stungið verkið skal það tekið fram í þátttökuskráningu.
 • Félagar í  norrænu bútasaumsfélögunum (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa rétt til þátttöku.
 • Nefndarmenn í NQT og stjórnarmenn í norrænu bútasaumsfélögunum mega ekki taka þátt í þessari samkeppni.
 • NQT nefndin áskilur sér rétt til að afturkalla verðlaunatilnefningar ef verkið uppfyllir ekki keppnisreglur.  Óafhent verðlaun yrðu notuð fyrir næstu samkeppni NQT.
 • Verkin verða dæmd af dómnefnd sem tilnefnd er af norrænu bútasaumsfélögunum.  Verkin verða dæmd eftir frumleika, útfærslu og túlkunar þemans.
 • Öll innsend verk verða sýnd á NQT.   Opinberar myndir í tímaritum, póstkortum, vefmiðlum geta verið birtar af verkunum.
 • Þátttakendur þurfa að greiða 250 dkr fyrir hvert verk til að standa undir kostnaðir við tryggingar og geymslu verkanna. 
 • Þátttökugjaldið fæst ekki endurgreitt.
 • Verk sem fylgja ekki þátttökureglunum, verða dæmd úr leik.

Upplýsingar um þátttökueyðublað skal skila inn í síðasta lagi 1. október 2011 til Danmerkur.