Nokkrir punktar um félagsstarfið.

Ágæti félagi.

Um leið og við óskum þér gleðilegs árs eru hér nokkur atriði sem við viljum árétta í starfi félagsins nú á seinnihluta starfsársins.

Eins og kom fram í síðasta fréttabréfi félagsins verður „Bjálkinn“ sýning Íslenska bútasaumsfélagsins haldin i Perlunni dagana 9. – 17. maí 2015.

Í tengslum við sýninguna verður samkeppni um töskur.  Í fréttablaðinu var samkeppnin nefnd á tveimur stöðum. Á öðrum staðnum mátti skilja að töskurnar ættu að vera saumaðar með bjálkakofa en það er ekki rétt, aðferðin (þ.e. munstrið/blokkin) er FRJÁLS.

Ákveðið hefur verið að efna til tombólu til að fjármagna sýninguna. Því vildum við fara þess á leit við félagsmenn að senda einn eða fleiri „vinninga“ til

Brynju Eggertsdóttur, Dalhúsum 79, 112 Reykjavík og/eða skila vinningum til stjórnar félagsins á félagsfundum 28.janúar eða 25.febrúar n.k.

Árlegur aðalfundur félagsins verður haldinn 21. mars n.k. EKKI 28 eins og stendur í blaðinu.

Eins og undanfarin ár er endurnýjun í stjórn/nefndum félagsins. Þið getið tilnefnt ykkur sjálf eða nefnt aðra sem líklegir eru til að vilja starfa fyrir félagið og okkur öll. Við hvetjum ykkur til að gefa kost til starfa í þágu félagsins.

Mikilvægt er í öllum áhugafélögum að sem flestir komi að starfi í nefndum og stjórn til að sem flest sjónarmið og áherslur komi fram. Fjölbreytileikinn er bestur

Bestu kveðjur

Stjórn ÍB