Námskeið í skapandi bútasaum

Undirrituð var með fyrirlestur um skapandi bútasaum á fundi félagsins þann 25. september síðastliðinn. Í framhaldi af því hélt ég námskeið á heimili mínu. Nú langar mig að bjóða aftur uppá samskonar námskeið. Hvert námskeið er aðeins í fjögur skipti, þrír tímar í hvert sinn, frá klukkan 5-8. Ég tek einungis fjóra nemendur til að geta leiðbeint hverjum og einum.

Kennt verður eftirtalda þriðjudaga: 28.jan. 4.febr. 18.febr. og 4.mars.

Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda í litasamsetningum og myndbyggingu, í gegnum fjölbreyttar aðferðir bútasaums, með áherslu á persónulegar og skapandi útfærslur. Megin áherslan er á endurnýtingu og fjölbreytt efnisúrval. Reiknað er með að þátttakendur vinni á milli tíma þannig að námskeiðið nýtist sem best.

Kennslan fer fram á heimili mínu að Njálsgötu 59. Þið sem voruð á fyrirlestrinum sáuð að heimilið er einnig textílsafn. Ég mun einnig kynna og sýna safnið.

Þið sem hafið áhuga hafið samband í tölvupósti sigrug@hi.is eða í síma 551-6059 / 862-6059. Þið fáið síðan nánari upplýsingar um námskeiðið.

Verð: 14.000 á mann.

Ég mun bjóða uppá te og kaffi og eitthvað með.

Örlítið um minn bakgrunn: Ég hef kennt skapandi greinar, aðallega textíl í rúm 35 ár, þar af 22 ár við kennaradeild menntavísindasviðs HÍ, fyrrverandi Kennaraháskóla Íslands. Samhliða því hef ég unnið fjölbreytt viðfangsefni innan fatahönnunar og myndlistar, skrifað þrjár bækur um fatasaum og kennt mynd- og handmenntagreinar á hinum ýmsu námskeiðum.

Með kærum kveðjum. Sigrún Guðmundsdóttir

Athugasemdir

  1. Kristín Jónsdóttir segir:

    Hef áhuga á námskeiði hjá þér ef þú heldur þessu áfram.

Skrifa athugasemd