Námskeið 25 mars 2017

Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir námskeiðum aðalfundardegi,   frá klukkan 10:00 til 16:00.  Námskeiðin eru öllum opin bæði félagsmönnum og öðrum sem langar að kynnast bútasaumi. Kostar 2.000 kr.  Þátttaka tilkynnist fyrir 17. mars á netfangið fingurbjorg hja gmail.com.

Húsið opnar klukkan 9:30. Allir sem ætla að taka þátt í námskeiði þurfa að koma með saumavél og efni. A.m.k. 8 mismunandi liti. Þeir sem vilja mega taka allt með.  Hádegishlé verður ca frá kl 12.00 til 13.00

Námskeið I. Beiting verkfæra í bútasaumi svo sem, mottu, hníf og stikum.  Á námskeiðinu læra menn að skera efni og sauma einfalda blokk. Gert er ráð fyrir að þátttakendur saumi eitt stykki.

Námskeið II. Tösku og körfusaumur. Til þess þarf fánasnúru eða snæri 5mm svert og ræmur eða afgangsefni, fallegast er að nota batikefni.

Námskeið III. Kennt verður töskusaumur úr kaffipokum og öðrum sterkum plastumbúðum. Endurnýting.

Námskeið IV: Sauma allt í einu topp, vatt og bak, og nota til þess afganga sem skornir eru í ræmur. Einnig þarf að vera eitt heilt efni ca 5 tommur á breidd, og vatt.