Jólasamkeppni Íslenska bútasaumsfélagsins

Félagið efnir árlega til samkeppni meðal félagsmanna sinna á jólafundi félagsins 18. nóvember næst-komandi. Þemað að þessu sinni er Birta/ylur, stærð 40 x 40 sm og er litaval frjálst. Verkið skal merkja á bakhlið með: Heiti verks og höfundar, jólasamkeppni 2015.

Tilkynna skal þátttöku á jfinnbogadottir hjá gmail.com. Verkin þarf að afhenta sýningarnefnd eða stjórnarmönnum félagsins og verða verkin hengd upp á jólafundinum. Sérstök dómnefnd velur verðlaunaverkið og fundargestir velur einnig úr þátttökuverkunum.