Hildur Bjarnadóttir á félagsfundi 23. febrúar, 2011

Því miður forfallast Sigrún Shanko sem ætlaði að koma til okkar á félagsfund 23. febrúar, 2011. Þess í stað mun Hildur Bjarnadóttir, myndlistamaður, koma og segja frá verkum sínum. Hildur útskrifaðist úr Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1997 og hefur sýnt verk sín víða. Hér má sjá sýnishorn af verkum Hildar en hún hefur haldið merkjum hefðbundinnar handavinnu á lofti.

Hildur Bjarnadóttir

Fundurinn hefst að vanda kl. 20:00 og er dagskrá að öðru leyti eins og auglýst var 15. febrúar.