Félagsfundur 29. september 2010, kl. 20.00

  • Kynning á samkeppni framundan – EQA og á aðalfundi 2012.   Sjá nánar tilkynningu frá 8. september.
  • Klúbbakynning – Spólurnar á Patreksfirði  
  • Félagið og starfsemi þess, umræður 
  • Örnámskeið fyrir byrjendur. Áhugasamir komi með nokkra búta, saumavél, framlengingarsnúru, mottu og stiku (þeir sem eiga) og annað til sauma
  • Óskað er eftir að félagar komi með litríka búta sem má nota í gerð Hetjuteppa (sjá grein um Hetjuteppin í síðasta Fréttablaðið félagsins) 
  • Happdrætti 
  • Sýnt og sagt frá

Fundurinn er haldin í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00 til 22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.