Félagsfundur ~ Saumadagur

Fyrsti fundur Íslenska bútasaumsfélagsins á nýju ári,  verður saumafundur, í safnaðarheimilinu við Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66  laugardaginn 25 janúar 10:00 – 16:00.

Dagskrá:

Jóhanna Viborg frá Frú Bóthildi kemur með smá verkefni þar sem hún kennir okkur pappírssaum / (paper piecing).
Til þess þarf að hafa  með sér:
Saumavél, skæri, tvinna og vattefni á milli laga (t.d. Flónel eða vatt)

Jóhanna mætir með efni í poka sem verður hægt að kaupa á staðnum, annars mæta konur með sín efni.

Ekki þarf að skrá til þátttöku, frjálst að mæta með sitt eigið verkefni og suma að eigin vild. Oft er gott að koma með vandamálin á svona fundi og leita ráða því á saumafundum er saman kominn mikill fróðleikur með lausnir á öllu.

Eftir hádegi:
Þá kemur  Halldóra Hafdís Arnardóttir og ætlar að fræða okkur um hvað þarf til að prenta myndir á efni.

Gott að taka með:
Mottu, framlengingasnúrur ljós, skera og fleira.

Aðgangur kr. 1.000,-

Heitt verður á könnunni allan daginn og í hádeginu er stutt í bakarí og Nóatún

Hlökkum til að sjá ykkur