Félagsfundur 29.febrúar kl:20.00

Félagsfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldin miðvikudaginn 29.febrúar kl. 20.00 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju.

Dagskrá:

  • Soffia Magnúsdóttir, textílkennari og fl.
  • Önnur mál / kaffihlé og spjall
  • Örnámskeið / Borghildur Ingvarsdóttir, kennir rósettugerð
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá

Stelpur endilega verið duglegar að koma með stykki sem þið hafið gert eða eruð að vinna í ~ það er svo gaman að sjá hvað þið eruð að vinna í heima. Það mega líka vera gömul verkefni, sem þið eruð löngu búnar með.

Hvetjum alla til að mæta tímanlega því læsa þarf húsinu um leið og fundur hefst til þess að óviðkomandi aðilar séu ekki að vaða inn.

Og ekki gleyma að slökkva á gemsunum :)