Félagsfundur 24.september 2014

Fyrsti fundur Íslenska Bútasaumsfélagsins,  haustið 2014 verður haldin 24.september kl:19.30

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju sem er við Háaleitisbraut næst Austurveri

Dagskrá fundarins

  • Fræðsluerindi. Ragna Marinósdóttir,
  • Myndir og frásögn frá sýningu í Birmingham í ágúst s.l.,
  • Næstu samkeppnir kynntar s.s. jólasamkeppni og aðrar fyrirhugaðar samkeppnir.
  • Sýnt og sagt frá.
  • Önnur mál.

Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að breytinga á dagskrá.

Við hvetjum félagsmenn til að koma með verk sem þeir vilja sýna okkur og segja okkur hvers vegna var saumað.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, tilbúin að takast á við ný og spennandi verkefni.