Ýmislegt

Fléttuð stjarna.

Á félagsfundi þann 26 sept. sl  kynnti Lovísa kennsluverkefni sem verður í boði á næsta saumafundi félagsins laugardaginn 27.okt. nk.

Það er þessi fléttaða þrívíddarstjarna sem verður kennt að sauma, smelltu hér til  að nálgast allar upplýsingar um efnismagn og skurðinn. Það er gott að vera búin að flýta fyrir sér fyrir saumadaginn og vera búin að skera niður í verkefnið.

Hlökkum til að sjá ykkur á saumadeginum.


Fréttabréf Íslenska bútasaumsfélagsins

Haustblað Íslenska bútasaumsfélagsins er komið úr pentsmiðju, pakkað, merkt og á leiðinni til ykkar , blaðið ætti að detta í alla póstkassa á næstu dögum.


Munaðarleysingjarnir

Saumaklúbburinn Munaðarleysingjarnir ætla að hittast sunnudaginn 13.maí , þetta verður síðasti hittingurinn fyrir sumarið, við hittumst í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl ~ frá kl: 10.00 – 15.00 ~ 500 kr aðstöðugjald og koma með nesti með sér, ef vill ~ kaffi á staðnum.


Saumaklúbbur ÍB ~ Munaðarleysingjarnir

Við minnum á að klúbburinn Munaðarleysingjarnir ætla að hittast á sunnudaginn 15.apríl.í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl ~ kl: 10.00 – 15.00 ~ 500 kr aðstöðugjald og koma með nesti með sér, ef vill ~ kaffi á staðnum.


Punktar frá Félagsfundi ÍB 28.mars 2012

Það var fjölmennur hópur kvenna sem skunduðu upp í  Fella og Hólakirkju  miðvikudagskvöldið 28.mars sl. – það var gaman að sjá hversu margar mættu þetta kvöld.

Félagskonur voru beðnar að taka þátt í skoðanakönnun varðandi tímasetningu á fundunum og hugmyndir að dagskráliðum fyrir næsta vetur 2012-2013

Smelltu á myndina og fáðu snið af nálapúðanum.

Smelltu á lesa meira til að fá nánari fréttir frá fundinum :)

Lesa meira »


Blokkahappdrætti á aðalfundi 2012

Á aðalfundi félagsins 12 maí nk. er ætlunin að vera með blokkahappdrætti. Blokkin á að vera 10 ½”, með saumfari.

Miðjan á að vera ljós en hver og einn ræður litavali ~ 2 eða 3 litir.

Munið að merkja blokkina eða blokkirnar. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem koma með blokk/ir.

Munstrið af blokkinni er fengið úr bók eftir Debbie Mumm, stælt og staðfært af Sigríði Poulsen

Smelltu hér til að fá snið og myndir af blokkinni


Félagsfundur 29. febrúar

Það voru yfir 30 hressar konur sem mættu á félagsfund í Fella og Hólakirkju.

Soffía Magnúsdóttir Textíl-kennari var með fyrirlestur um Textíl-þrykk. Hún fræddi okkur um sögu textíl ásamt því að kenna okkur einfaldar aðferðir sem er hægt að nota heima með stimplum og fleira. Einnig sýndi hún hvað hún hefur verið að vinna við síðustu 10 ár, mjög áhugaverðar aðferðir með nagla,bolta og fleira til að búa til þrykk mynstur á silki og fleiri efni.

Lovísa kynnti nýjan vefstjóra ásamt Facebook stjóra sem er Erla Sigurðardóttir alnafna síðasta vefstjóra.  Smelltu hér til að vera með okkur á Facebook

Sirrý minnti á að Munaðarleysingjarnir eru farnir að hittast aftur og er næsti fundur  sunnudaginn  11. mars uppá Nethyl í húsnæði Heimilsiðnarðarskólans frá kl 10.00 – 15.00 ~ aðstöðugjald er 500 kr.

Einnig vildi stjórnin  hvetja konur til að taka þátt í EQA samkeppninni Krossgötur og samkeppninni Strandmenning, sjá nánar um það neðar á síðunni.  Stjórn félagsins óskar einnig eftir aðila í Ritnefnd, ef einhver hefur áhuga á að vera með í Ritnefnd vinsamlega hafið samband við stjórn Í.B á  fingurbjorg@gmail.com.

Eftir kaffi -hlé var Borghildur með skemmtilega sögu í máli og myndum  frá því að fjölskyldan fór í ferð til suður – Frakklands, og þar komust konurnar í dásamlega búð með vefnað. Og þar voru verslaðir fallegir hlutir unnir af fólki  í þorpinu ~ en bútasaumskonan sjálf keypti 10 kg poka af afskurði og afgöngum, og er búin að vinna fallega hluti úr þeim sem hún kom með og sýndi okkur.

Hetjuteppa verkefnið er alltaf í gangi og minnt var á að skilafrestur á Hetjuteppum er í byrjun maí.

Margrét Ósk Árnadóttir var með teppi í Sýnt og sagt frá ~ kom með gullfallegt teppi í ljósum og ásamt litríkum Kaffe Fassett efnum. Flott stunga sem hún gerði sjálf ásamt mjög flottum frágangi á bindingu ~ saumaði hana niður með skrautspori, þar er saumavélin notuð til hins ýtrasta. Flott teppi í alla staði.

Að lokum var Borghildur með með Örnámskeið og kenndi rósettu-gerð, mjög skemmtileg aðferð til að gera sæt blóm,  smelltu hér til að fá pdf-skjal með leiðbeiningum.

Einnig er hægt að smella á myndina til skoða bloggfærslu þar sem er kennt að gera rósettu~ blóm.

Fundi slitið :)


Guðrún Erla á Íslandi í mars.


Húsfreyjan – Fréttabréf Íslenska bútasaumsfélagsins

Fréttabréf Íslenska bútasaumfélagsins er nú að berast félagsmönnum sínum.  Því miður misritaðist nafn Húsfreyjunar en ritstjóri hennar Kristín Linda Jónsdóttir kemur á félagsfund til okkar í janúar.    Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.


Bútasaumsferð til Minneapolis í september

IT ferðir standa fyrir bútasaumsferð til Minneapolis n.k. september.  Nánar upplýsingar um ferðatilhögun og verð má finna hér.