Ýmislegt

Námskeið í skapandi bútasaum

Sigrún Guðmundsdóttir textílkennari var með fyrirlestur á fundi félagsins þann 25. september. Vegna mikils áhuga sem var sýndur á fundinum ætlar Sigrún að halda námskeið.

Námskeiðið er 9 stunda námskeið sem dreifist á 3 skipti. Farið verður í megin aðferðirnar sem hún hefur unnið með, en hver þeirra er einskonar grunnur sem hægt er að vinna með á ótal vegu. Reiknað er með að þið vinnið sjálfar á milli tíma þannig að námskeiðið nýtist ykkur sem best.

Sigrún tekur aðeins 4 í einu til að geta leiðbeint hverri og einni. Kennslan fer fram á heimili Sigrúnar að Njálsgötu 59. Eins og þið sáuð í fyrirlestrinum er heimilið einnig textílsafn, sem hún mun sýna ykkur.

Sigrún ætla að setja upp tvö námskeið, frá klukkan 5-8 og sjá hvernig það hentar. Ef þið hafið aðra tíma í huga get hún athugað það.

Þriðjudagar: 22.okt. 5.nóv. 19.nóv. (tvær vikur á milli)

Fimmtudagar: 24.okt. 31.okt. 7.nóv. (vika á milli)

Forsenda þess að hægt sé að vinna skapandi með bútasaum er fjölbreytt efnisúrval og ólíkar efnisgerðir. Þið sem hafið áhuga: Hafið samband í tölvupósti sigrug@hi.is  Sigrún mun þá senda ykkur nánari upplýsingar. Verð á námskeiði er 10.500 á mann. Sigrún mun bjóða uppá te og kaffi og eitthvað smátt með.


Tilkynning frá Munaðarleysingjum

Saumahittingurinn sem átti að vera sunnudaginn 8.sept nk , frestast um viku.  Við hittumst bara ennþá hressari sunnudaginn 15.sept í húsnæði Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl 2.


Pistill frá „munaðarleysingjunum“ veturinn 2012-2013.

Fyrir ykkur sem ekki vitið eða þekkið til „munaðarleysingjanna“ þá erum við hópur félaga í ÍB (íslenska bútasaumsfélaginu) sem erum ekki í saumaklúbbi og / eða höfum bara gaman af að hittast og sauma saman.

Þetta er opinn félagsskapur fyrir okkur sem erum í ÍB og eru allir félagar velkomnir. Ekki láta nafnið fæla ykkur frá, það hefur góða tilfinningu hjá okkur sem fórum af stað með þennan hitting.

Eins og undanfarin ár höfum við hittst í Nethyl 2, húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins. Við höfum við verið 2 til 8 í vetur sem mættum og ekki hefur komið til niðurfellingar vegna slakrar mætingar.

Við höfum unnið vel og verið gaman hjá okkur, allar held ég hafi lært eitthvað nýtt og / eða fengið góðar hugmyndir, hjálp og stuðning. Eins og fram hefur komið áður eru allir velkomnir.

Um leið og ég þakka fyrir veturinn staðfesti ég hér með að við höfum fengið leyfi til að nota húsnæðið næsta vetur frá september 2013 til maí 2014 og er annar sunnudagur í mánuði fyrir valinu, frá kl. 10 til 14.30.

Bestu þakkir fyrir veturinn og sjáumst hressar þann 8. september. Gjaldið verður það sama kr.500,-.

Sirrý


Sýning félagskonu

Félagskonan Birna Baldursdóttir á stórafmæli á morgun og að því tilefni er hún með sýningu á bútasaumsteppum sem hún hefur gert í gegnum tíðina.Verkin eru frá 25 ára bútasaumstímabili í lifi Birnu. Sýningin er í Gróskusalnum á Garðartorgi (við hliðina á Víði) og verður opin fimmtudag 27. til sunnudags 30. júní kl.14-19 alla dagana.
Sýning sem engin bútasaumsáhugakona eða maður má láta framhjá sér fara.


Fundargerð aðalfundar 16.mars 2013

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins fór fram þann 16. mars. 2013  í Perlunni.

Hér er hægt að lesa fundargerð


Perlusýning 2013

Íslenska bútasaumsfélagið óskar eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við eftirlit og sölu varnings á Perlusýningunni dagana 15-17 mars.
Ef þú hefur áhuga og langar að aðstoða okkur, endilega vertu í sambandi við okkur. Þú getur sent okkur línu á fingurbjorg@gmail.com eða hringt í Ragnheiði í síma 8603929


Vetrarhittingur Munaðarleysingjanna

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir skemmtilegar stundir á liðnum árum.  Nú fer vetrarstarf Íslenska bútasaumsfélagsins að fara í fullan gang eftir yndislegt jólafrí.

Saumaklúbburinn Munaðarleysingjarnir eru búnir að fá fasta daga í vetur og verður hist að venju í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl 2. frá kl: 10 – 15. ~ gengið er inn á hlið hússins.                                    500 kr aðstöðugjald ~ kaffi á staðnum.

Eftirfarandi saumadagar Munaðarleysingjanna eru Sunnudagarnir :

13.janúar,  10.febrúar,  10.mars,  14. apríl,  12.maí

Hlökkum til að sjá ykkur


Jólakveðja


Saumafundur 27.okt 2012

Stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins vill minna á saumafundinn sem verður í Safnaðarheimili Grensáskirkju  seinasta laugardag í október 27.10. Húsið opnar klukkan 9:45 og veður opið til kl.16:00.

Það verður hitað kaffi eftir þörfum en takið með ykkur nesti  í hádegi.  Að öðrum kosti er Austurver  í næsta húsi og Nóatún opið alla daga fram á kvöld. Einnig er Bakarameistarinn í Austurveri og þar er hægt að fá súpu og brauð á góðu verði .

Tilhögun saumadagsins:

Byrjað verður á að kynna saumaskap á stjörnu og þær sem kunna hana verða til aðstoðar.  Sjá frétt hér neðar á síðunni  sem vísar í skýringar vegna stjörnunnar. Þeir sem vilja geta prentað það út (18 bls), en hægt verður að skoða möppu með leiðbeiningum á staðnum.

Eftir hádegi verður fulltrúi frá Versluninni Bóthildi með kynningu á hjálpartækjum og saum á dúk.

Kynning á bollamottunum og sýnishornum  (sjá bls.4 og 22-23 í síðasta blaði). Í bollamotturnar er tilvalið að nota afganga,ábyrjað/ólokið, skera sundur og skeyta saman. Einnig er tilvalið að æfa sig í nýjum aðferðum og gefa ímyndunaraflinu og litagleðinni lausann tauminn.

Munið að taka með fjöltengi  og ef þið eigið ferðastraujárn eða bara venjulegt þá væri gott að hafa það með líka.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn 28.okt er fyrsti saumafundur Munaðarleysingjanna á þessum vetri, og munum við hittast eins og áður í húsi Heimilisiðnaðarskólans við Nethyl í Reykjavík.  Sjá nánar neðar á síðunni.


Munaðarleysingjarnir – saumaklúbbur.

Saumaklúbburinn Munaðarleysingjarnir ætla hittast núna fyrir áramót og höfum við fengið áfram aðstöðu í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl 2,  fyrsti saumahittingurinn  verður sunnudaginn 28.okt nk. frá kl: 10.00 – 15.00 ~ næstu fundir verða svo 11. nóvember og  9. desember.

Aðstöðugjald er 500 kr  eins og áður.

Hlakka til að sjá ykkur

kveðja Sigríður Poulsen