Frá stjórn og nefndum

Vorferð Íslenska bútasaumsfélagins

Fyrirhuguð er vorferð á vegum félagasins þann 29 apríl næstkomandi.   Farið verður á Reykjanesið sunnanvert og áætlað að skoða Gunnuhver, Reykjanesvita, nokkra staði í Grindavík og eitthvað fleira.  Lagt af stað kl 9.30 frá Safnaðarheimili Grensáskirkju.   Heimkoma seinnipartinn.  Verð er 7.000 kr., innfalið rúta, hádegisverður og kaffi. Þátttökugjald má greiða inn á reikning félagsins 0537-26-503980 kennitala 541200-2980.  Þátttaka tilkynnist í netfangið os3 hjá símnet.is.


Námskeið 25 mars 2017

Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir námskeiðum aðalfundardegi,   frá klukkan 10:00 til 16:00.  Námskeiðin eru öllum opin bæði félagsmönnum og öðrum sem langar að kynnast bútasaumi. Kostar 2.000 kr.  Þátttaka tilkynnist fyrir 17. mars á netfangið fingurbjorg hja gmail.com.

Húsið opnar klukkan 9:30. Allir sem ætla að taka þátt í námskeiði þurfa að koma með saumavél og efni. A.m.k. 8 mismunandi liti. Þeir sem vilja mega taka allt með.  Hádegishlé verður ca frá kl 12.00 til 13.00

Námskeið I. Beiting verkfæra í bútasaumi svo sem, mottu, hníf og stikum.  Á námskeiðinu læra menn að skera efni og sauma einfalda blokk. Gert er ráð fyrir að þátttakendur saumi eitt stykki.

Námskeið II. Tösku og körfusaumur. Til þess þarf fánasnúru eða snæri 5mm svert og ræmur eða afgangsefni, fallegast er að nota batikefni.

Námskeið III. Kennt verður töskusaumur úr kaffipokum og öðrum sterkum plastumbúðum. Endurnýting.

Námskeið IV: Sauma allt í einu topp, vatt og bak, og nota til þess afganga sem skornir eru í ræmur. Einnig þarf að vera eitt heilt efni ca 5 tommur á breidd, og vatt.


Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins

Aðalfundur Íslenska bútasaulmsfélagsins verður haldin laugardaginn 25 mars 2017 kl. 13.30.  Fundurinn verður haldin í Safnaðarheimili Grensás Kirkju Háaleitisbraut 68 Reykjavík.  Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins:

 1. Setning fundar, kosning fundastjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. Tillaga um árgjald.
 5. Skýrslur nefnda.
 6. Lagabreytingar, enda hafi þær borist fyrir boðun aðalfundar.
 7. Kosning formanns.
 8. Kosning meðstjórnenda.
 9. Kosning varamanna.
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
 11. Kosning í nefndir.
 12. Önnur mál.
 13. Fundi slitið.

Félagsfundur 15 febrúar 2017 kl 19.30.

Verður haldin í safnaðarheimili Grensáskirkju.

 • Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins í Reykjavík flytur erindi sem hann kallar, Árstíðir, litir og form.
 • Guðfinna Helgadóttir í Virku kemur og segir frá.
 • Sagt frá Vorferð 29 apríl næstkomandi.
 • Sýnt og samt frá, m.a. töskur og körfur sem saumaðar voru á saumadeginum 28 janúar síðastlinn.

Athugið að þetta er seinasti fundurinn á þessu starfsári, næst er aðalfundur 25 mars.   Mætum hress og tökum með okkur gesti.

Stjórnin.


Samsýning Evrópskra bútasaumsfélaga 2017

Að venju tekur Íslenksa bútasaumsfélagið þátt í samsýningu EQA í Birmingham í ágúst en þemað að þessu sinni er Ohio stjarnan.  Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt og því bitum við reglur og þátttöku eyðublað.


Fréttir af félagsstarfi

Birtum hér bréf frá formanni félagsins til félagsmanna.


Félagsfundur 21. september 2016 kl. 19.30

Fyrsti félagsundur félagsins verður haldin miðvikudaginn 21. september 2016 kl. 19.30 í safnaðarheimili Grensáskirkju.

 • Birna Guðmundsdóttir heldur erindi um sögu bútasaums á Íslandi fyrir árið 1980 sem hún rannsakaði í mastersritgerð sinni, Bút fyrir bút.
 • Kynning á samkeppnum.
 • Happdrætti.
 • Sýning á verkefum frá námskeiðum síðastliðið vor hjá Elínu L. Grinberga.
 • Sumarsaumaskapur sýndur og saga þeirra sögð sem liggur að baki.

Aðgangseyrir 700 kr. fyrir félagsmenn en 1.000 kr. fyrir aðra gesti.


Vorferð

Árleg vorferð bútasaumsfélagisins verður laugardaginn 30 apríl næstkomandi.  Farið verður stundvíslega kl.13.00 frá Grensáskirkju.  Haldið verður austur fyrir fjall, fyrirhugað er að koma við á Eyrarbakka þar sem við fáum fróðleik frá staðkunnugum og fallegir hlutir og handverk skoðuð. Heimboð og eftirmiðdagskaffi verður á staðnum.  Síðan verður haldið í uppsveitir og tveggja rétta kvöldverður verða snæddur í Efsta Dal en fyrirhuguð heimkoma verður um kl. 21.00.  Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudaginn 22. apríl á netfangið fingurbjorg hja gmail.com, þátttökugjald er 8.000 kr.


Aðalfundur

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 09. apríl kl. 10.00.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju

Störf aðalfundar eru:

1. Fundasetning, kosning fundastjóra og fundaritara.

2. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári

3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar

4. Tillaga um árgjald

5. Skýrslur nefnda

6. Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar

7. Kosning formans

8. Kosning meðstjórnanda

9. Kosning varamanna

10. Kosning tveggja skoðunarmanna

11. Kosning í nefndir

12. Önnur mál

13. Aðalfundi slitið.

Gamanferðir, munu kynna handavinnutengdar ferðir sem þau bjóða upp á.

Sýning á hetjutppum sem borist hafa.

Hlé.

Ferðatöskusala og spjall.


Námskeið með Elinu L. Grinberga

Íslenska bútasaumsfélagið býður félagsmönnum sínum að taka þátt í námskeiðum með Elina L. Grinberga frá Lettlandi.   Tvö námskeið verða í boði, en kennt verður á ensku og í Reykjavík:

 • 9 apríl kl. 13.00- 17.00 Inspiring nature  leaf motif, 3 tíma námskeið,  þáttökugjald 3.000 kr.
 • 10 apríl kl. 10.00 – 17.00 Inspiring classics open window motif,6 tíma námskeið, þátttökugjald 7.000 kr.
 • 11 apríl ef áhugi er fyrir hendi þá verður boðið uppá endurtekningu á öðru hvoru námskeiðinu ef þátttaka er næg.

Þátttaka tilkynnist fyrir 1 mars á netfangið fingurbjorg hja gmail.com