Vorferð ársins er til Blöndós með einkabílum þar sem við dveljum í tvær nætur og njótum lífsins á Hótel Blöndu. Fáum fjölbreyttra sýnikennslu í alls konar tilbrigðum við bútasaum og tökum þátt í námskeiðum. Skoðum Vatnsdælurefilinn og textilsafnið á Blönduósi, og e.t.v. eitthvað fleira.
Laugardagur 21. apríl.
09:00 Ásdís Finnsdóttir, notkun vatnsleysanlegar trélita á efni, ásamt fríhendis útsaumi í vél og handsaumi. Margét Óskarsdóttir, laufblöð.
12:00 Hádegishlé, súpa og brauð.
13:00 Anna Margrét Valgeirsdóttir flytur erindi „Burt með plastpoka“
13:30 Dagbjört Guðmundsdóttir, frjálst flæði ásaumur. Kolbrún Símonardóttir, einföld aðferð við pappírssaum.
16.30 Aðalfundur skv. auglýstri dagskrá.
19.30 Kvöldverður með skemmtiatriðum.
Sunnudagur 22 apríl.
9:30 til 12:30 Sveina Björk Jóhannesdóttir, skissuvinna fyrir eigið listaverk.
Enn eru örfá pláss laus ef einhver vill skrá sig, fingurbjorg hja gmail. com. Verð á eins manns herbergi: 13.900kr en tveggja manna herbergi: 15.470kr. Matur og námskeið 25.000kr.
Stjórnin.