Bútasaumsnámskeið, október til nóvember 2015

Gunnlaug Hannesdóttir textílkennari ætlar að halda tvö bútasaumsnámskeið í Snælandsskóla í Kópavogi, ef næg þátttaka fæst. Skráningi og nánari upplýsingar veitir Gunnlaug, gunnhann hja gmail.com / 6910420.

Crazy quilt námskeið.

Dagsetningar:  15.10, 22.10, 29.10. 05.11 og 12.11.2015

Tími:  kl. 19-22

Námskeiðsgjald 19.000 kr , efni innifalið (má líka koma með sitt eigið efni).

Bútasaumur – grunnnámskeið.

Dagsetningar: 12.10, 19.10, 26.10, 02.11 og 09.11.2015

Tími: kl. 19-22

Námskeiðsgjald 17.000 kr.  Án efnis.

Gunnlaug hefur einnig haldið námskeið í yfirfærslu mynda af pappír yfir á efni (rammalím) sem er skemmtileg aðferð og gefur mikla möguleika í útfærslu.  Hægt er að sjá myndir á fésbókarsíðu gunnhann design.