Bútasaumsnámskeið fyrir byrjendur – febrúar 2011

Næsta byrjendanámskeið á vegum Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldið helgina 5. og 6. febrúar í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Námskeiðið er sérsniðið fyrir þá sem vilja læra réttu handbrögðin frá grunni og ljúka við alla verkþætti á námskeiðinu. Það er opið öllum sem áhuga hafa en félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldinu. Mynd af verkefninu ásamt nánari upplýsingum má finna hér.