Aðalfundur 2015

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 21. mars kl. 10;00. í  safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl 9:00

Dagskrá aðalfundar er:

 • Fundasetning, kosning fundastjóra og fundaritara.
 • Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári
 • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
 • Tillaga um árgjald
 • Skýrslur nefnda
 • Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar
 • Kosning formanns
 • Kosning meðstjórnanda
 • Kosning varamanna
 • Kosning tveggja skoðunarmanna
 • Kosning í nefndir
 • Önnur  mál
 • Aðalfundi slitið.

Ferðatöskusala

Félagsmönnum gefst kostur á að selja varning tengdan bútasaum,
s.s. efni, bækur o.þ.h. Vinsamlega tilkynnið um það.

Námskeið

Að loknum aðalfundarstörfum verður haldið námskeið. Sjá nánar
í nýjasta fréttabréfinu. Kennari verður Jóhanna Aðalsteinsdóttir
sem kemur frá Ísafirði til að kenna okkur.

Áríðandi er að skrá sig á námskeiðið. Síðasti
skráningardagur 16.mars. Skráningar sendist til Margrétar
Björnsdóttur margretbj@simnet.is [1]  s. 6648481.

Þeir sem skrá sig fá upplýsingar um verkefnin og efnisþörf.
Matarhlé. U.þ.b. kl. 12.00
Matarmikil rjómalöguð kjúklingasúpa með heimabökuðu brauði og
hummus. kr 1.500,-
Þeir sem vilja súpu vinsamlega tilkynnið það. fingurbjorg@gmail.com

Námskeið heldur áfram.

Hlökkum til að sjá ykkur og fá nýjar hugmyndir. Stjórn ÍB