Félagsfundur 23. febrúar 2011, kl. 20.00

  • Listakonan Sigrún Lára Shanko kemur í heimsókn og segir frá verkum sínum, hvað hún er að gera á textílverkstæðinu Korpu og frá ferð til Houston.
  • Örnámskeið – kennt verður að búa til samfellt skáband. Áhugasamir komi með nægilega stóran bút fyrir skábandið og saumfar + 15% meira, mottu og stiku, blýant eða mjótt túss, skæri og títuprjóna, sameinast um saumavélar.
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá

Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00 – 22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.