apríl 2016

Vorgleði hjá Pfaff 4 maí kl. 18- 20.

Kynnt verður ný útsaumsvél (sjá auglýsingu í Fréttablaði Íslenska bútasaumsfélagsins).  Aðrar nýjungar og ýmis tilboð hjá Pfaff þar á meðal 25% afsláttur af fylgihlutum.

Boðið verður uppá léttar veitingar.  Vonumst til að sjá sem flesta.  Með kveðju frá Selmu og Laufey.


Vorferð

Árleg vorferð bútasaumsfélagisins verður laugardaginn 30 apríl næstkomandi.  Farið verður stundvíslega kl.13.00 frá Grensáskirkju.  Haldið verður austur fyrir fjall, fyrirhugað er að koma við á Eyrarbakka þar sem við fáum fróðleik frá staðkunnugum og fallegir hlutir og handverk skoðuð. Heimboð og eftirmiðdagskaffi verður á staðnum.  Síðan verður haldið í uppsveitir og tveggja rétta kvöldverður verða snæddur í Efsta Dal en fyrirhuguð heimkoma verður um kl. 21.00.  Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudaginn 22. apríl á netfangið fingurbjorg hja gmail.com, þátttökugjald er 8.000 kr.


Aðalfundur

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 09. apríl kl. 10.00.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju

Störf aðalfundar eru:

1. Fundasetning, kosning fundastjóra og fundaritara.

2. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári

3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar

4. Tillaga um árgjald

5. Skýrslur nefnda

6. Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar

7. Kosning formans

8. Kosning meðstjórnanda

9. Kosning varamanna

10. Kosning tveggja skoðunarmanna

11. Kosning í nefndir

12. Önnur mál

13. Aðalfundi slitið.

Gamanferðir, munu kynna handavinnutengdar ferðir sem þau bjóða upp á.

Sýning á hetjutppum sem borist hafa.

Hlé.

Ferðatöskusala og spjall.