janúar 2016

The Knitting & Stitching Show

Gaman ferðir bjóða uppá hópferð á sýninguna “The Knitting & Stitching Show” nú í byrjun mars.


Saumadagur 23. janúar í Safnaðarheimili Grensáskirkju

Íslenska bútasaumsfélagið heldur sinn árlega bútasaumsdag laugardaginn 23 janúar kl 10 – 16.  Allir mæta með sinn saumaskap og sauma það sem hver vill.   Ef einhver á í vandræðum með einhvern saumaskap er upplagt að kom á saumadag og leita ráða hjá þeim sem þar verða.

Þáttökugjald 1000 kr. Kaffi á staðnum en munið eftir því að taka með ykkur nesti.

Verkefni 1. Regína Eiríksdóttir verður með fræðsluhorn fyrir þá sem vilja spreyta sig á samkeppni EQA á þessu ári sem er kveðja frá Íslandi. Mun hún fara yfir grunnhönnun á verkinu. Hver hannar sitt verkefni.

Verkefni 2. Hjördís Gunnarsdóttir leiðbeinir með litaval og aðferð við að sauma „strada star“ í dúk eða teppi. Hægt er að sauma tvær stærðir 36×36“ eða 42×42“  Í „strada star“ þarf  25cm  x 7 litir. 8 litir í stærra stykki. Efnin má skera í 1.5“ breyðar lengjur. Taka með ykkur stiku sem er a.m.k. 12×12  (má vera stærri) og saumavél.

Verslunin Virka bíður þeim sem verða á saumadeginum 15% afslátt af bútasaumsefnum fram að 23. jan.  Tilkynna þarf þátttöku með pósti á netfangið ameria hja internet.is til að fá afsláttinn.

Stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins.


Dagskrá

Miðvikudagur 17. febrúar. 2016

Laugardagurinn 9. Apríl 2016. Aðalfundur.

Laugardagurinn 30. Apríl 2016. Vorferð

Sunnudagurinn 19. júní 2016. Evrópski bútasaumsdagurinn


Kveðja frá Íslandi

Þátttökureglur fyrir samsýningu EQA 2016.