október 2015

Kveðja að heiman

Samsýningarverkefni EQA 2016 er “Kveðja að heiman”.

Verkefnið er póstkort þar sem bara á að sýna framhliðina og á að sýna það sem kemur upp í hugan hjá hverjum og einum þegar kveðja að heiman er nefnd.   Verkið á að vera mð einu alvöru frímerki efst í hægra horni.

Stærð verksins á að vera 35 cm á breidd og 25 cm á hæð.   Litaval er frjálst.


Félagsfundur 21 október 2015 kl. 19.30

  • Margrét Valdimarsdóttir nýkjörinn formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands (HFÍ) kynnir félagið. Hún segir frá sögu og tilgangi félagsins en það rekur námskeiðskóla og litla verslun og gefur út ársritið Hug og hönd.  Auk þess mun Margrét hafa með sér bútasaumsteppi úr eigin smiðju.
  • Súkkulaði “Omnom” og bútasaumur hvernig tengist það? Sjón er sögu ríkari.
  • Klúbburinn Ölfurnar koma og kynna verk sín og starfsemi.
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá.
  • Önnur mál.

Sjáumst kát og hress, tökum með okkur gesti.   Aðgangseyrir 500 kr. fyrir félagsmenn en 1.000 kr fyrir gesti.


Bútasaumsnámskeið, október til nóvember 2015

Gunnlaug Hannesdóttir textílkennari ætlar að halda tvö bútasaumsnámskeið í Snælandsskóla í Kópavogi, ef næg þátttaka fæst. Skráningi og nánari upplýsingar veitir Gunnlaug, gunnhann hja gmail.com / 6910420.

Crazy quilt námskeið.

Dagsetningar:  15.10, 22.10, 29.10. 05.11 og 12.11.2015

Tími:  kl. 19-22

Námskeiðsgjald 19.000 kr , efni innifalið (má líka koma með sitt eigið efni).

Bútasaumur – grunnnámskeið.

Dagsetningar: 12.10, 19.10, 26.10, 02.11 og 09.11.2015

Tími: kl. 19-22

Námskeiðsgjald 17.000 kr.  Án efnis.

Gunnlaug hefur einnig haldið námskeið í yfirfærslu mynda af pappír yfir á efni (rammalím) sem er skemmtileg aðferð og gefur mikla möguleika í útfærslu.  Hægt er að sjá myndir á fésbókarsíðu gunnhann design.