september 2015

Jólasamkeppni Íslenska bútasaumsfélagsins

Félagið efnir árlega til samkeppni meðal félagsmanna sinna á jólafundi félagsins 18. nóvember næst-komandi. Þemað að þessu sinni er Birta/ylur, stærð 40 x 40 sm og er litaval frjálst. Verkið skal merkja á bakhlið með: Heiti verks og höfundar, jólasamkeppni 2015.

Tilkynna skal þátttöku á jfinnbogadottir hjá gmail.com. Verkin þarf að afhenta sýningarnefnd eða stjórnarmönnum félagsins og verða verkin hengd upp á jólafundinum. Sérstök dómnefnd velur verðlaunaverkið og fundargestir velur einnig úr þátttökuverkunum.


Félagsfundur miðvikudaginn 23. september kl. 19.30

Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldin miðvikudaginn 23. september kl. 19.30 í safnaðarheimili Grensáskirkju (Háaleitisbraut 66).  Dagskrá fundarins er:

  • Útsaumur og crazy quilt, Gunnlaug Hannesdóttir.
  • Sagt frá bútasaumssýningu í Birmingham sem haldin var í ágúst.
  • Kynning á jólasamkeppni með þemanu birta/ylur, stærð 40×40 sm.
  • Þema jólagjafar kynnt.
  • Sagt frá næsta EQA verkefni.
  • Sýnt og sagt frá crazy quilt verkum
  • Happadrætti
  • Önnur mál.

Aðgangseyrir fyrir félagsmenn 500 kr. en aðrir gestir greiða 1.000 kr.  Stjórnin.


Open European Quilt Championships

Hollendingar halda bútasaumshátíð 29. október til 1. nóvember næstkomandi.   Sjá nánar: OPEC