október 2014

Saumadagur í Áskirkju 25.október

Árlegur saumadagur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn í safnaðarheimili ÁSKIRKJU Vesturbrún 30. Laugardaginn 25. október            frá 10 – 15:30.
Verkefni fundarins : Kennt verður að gera blokk þar sem bak- og framhlið eru unnin samtímis og blokkin er eins báðum megin. Ath. Þetta verkefni er valfrjálst.
Í blokkina þarf: Tvo ferninga að lágmarki 10 tommur að stærð, vatt jafnstórt þ.e. að lágmarki 10 tommur, einnig ræmur að eigin vali – tilvalið að nota afganga. Ef saumaðar eru fleiri blokkir er síðan hægt að setja þær saman og er þá teppið tilbúið.
Kynning verður á gufustrauboltum og gufustrauborðum frá  „Rafheimilið Ehf „
Að óviðráðanlegum ástæðum kemst Kristrún í Quiltbúðinni á Akureyri ekki á fundinn eins og kom fram í kynningu í blaði félagsins en í þeirra stað mun fulltrúi frá versluninni “Storkurinn” vera á staðnum. Þær verða með ýmislegt skemmtilegt til sölu.

Á saumafundinum er öllum frjálst að koma með eigin verkefni, tilgangurinn er að hittast og sauma saman.
Kaffi verður á staðnum. Engin búð er í nágrenninu svo best er að koma með hádegisnesti.
Muna eftir lömpum og framlengingarsnúrum og svo auðvitað saumavélum og öðru tilheyrandi.

Munið breyttan fundarstað.

Tilvalið að taka byrjendur með á fundinn.