apríl 2014

Bútasaumsferð – Seattle

4. – 10. september 2014

Fararstjóri: Jónas Þór

Áhugasamir um bútasaum fá í þessari ferð kærkomið tækifæri til að skoða fullbúin listaverk og skoða efni í ótal mismunandi verslunum. Valið svæði til ferðarinnar, norðvesturströnd Bandaríkjanna er hrífandi. Þar fer saman milt loftslag og heillandi landslag. Þótt flogið sé til Seattle þá eru það smærri staðir, litlir bæir í nágrenni stórborgarinnar sem skipta okkur meira máli. Við gistum í Olympia, Poulsbo og Edmonds svo dæmi séu tekin. Ferðin býður upp á sérstakar sýningar og hátíðir t.a.m. verður árleg hátíð (State Fair) Washingtonríkis heimsótt, þar er margt að skoða og sjá. Og úrval bútasaumsverslana er dæmalaust. Hér eru nokkur dæmi: (www.sistersfabric.com), (www.rubystreetquiltworks.com), (www.esthersfabrics.com),

Bútasaumskonur í Edmonds hafa lýst yfir áhuga á að hitta gesti frá Íslandi, eiga með kvöldstund.

Upplýsingar hjá Bændaferðum http://www.baendaferdir.is/serhopaferdir/butasaumsferd-til-seattle

Einnig er hægt að senda póst á netfang Íslenska Bútasaumsfélagsins.


Bútasaumssýning

Smellið á myndirnar til að stækka.


Vegvísir.