mars 2014

Vorferð 2014

Vorferð Íslenska bútasaumsfélagsins verður farin laugardaginn 26.apríl 2014.

Að þessu sinni er ferðinni heitið á Njálusetrið á Hvollsvelli, þar sem við stöldrum við og saumum nokkur spor í Njálurefilinn.

Ferðatilhögun:

kl:9.00 Lagt af stað frá bílastæðinu við Grensáskirkju

kl:9.45 Komið til Selfoss þar sem við heimsækjum tískuverslunina Lindina . Möguleiki á fleiri búðum s.s. Bútabæ

kl:11.00 Haldið áfram og næst verður það Hótel Rangá þar sem við skoðum m.a Íslandskortið sem er bútasaumsverk

kl:12.00 Léttur hádegisverður á Hótel Rangá

kl:13.00 Haldið áfram að Njálusetrinu þar sem okkur gefst kostur á að sauma í refilinn og kynna okkur setrið.

kl:15.00 Lagt af stað til baka. Á leiðinni verður stoppað í Þingborg eða annars staðar.

Skipuleggjendur áskila sér rétt til minniháttar breytinga á dagskrá og stoppum.

Verð: 6000,- kr  allt innifalið

Þátttaka tilkynnist fyrir 15.apríl á netfangið fingurbjorg@gmail.com eða til Ragnheiðar í síma 86039298603929 og  Brynju í síma 89720688972068


Fyrir aðalfund 2014

Nú styttist í aðalfundinn hjá okkur sem er á laugardag 22 mars kl. 10:00 í Safnaðarheimili Grensáskirkju.

Að loknum aðalfundi og súpu, verður boðið upp á fyrirlestur um endurnýtingu sem þær Kristín Garðarsdóttir textíl ment og systir hennar er Jenný Garðarsdóttir kjólameistari flytja. Einnig verður boðið upp á sýnikennslu á ýmsum saumaaðferðum. Þar gefst möguleiki á að læra margt.

Við viljum minna á að koma til okkar Hetjuteppunum svo við getum sýnt þau á fundinum.

Gaman væri ef þið væruð til í að mæta með eitthvað fallegt sem þið hafið nýlega lokið við og viljið sýna sem hægt er að hengja upp svona til að gera salinn fallegan.

Einnig minnum við á að tekið verður við stykkjunum fyrir EQA samsýninguna, á aðalfundinum.

Vonandi eigum við eftir að eiga góðan dag.

StjórninAðalfundur 2014

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 22. Mars kl. 10;00.
Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju.

Störf aðalfundar eru:

 • Fundasetning, kosning fundastjóra og fundaritara.
 • Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári
 • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
 • Tillaga um árgjald
 • Skýrslur nefnda
 • Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar
 • Kosning formanns
 • Kosning meðstjórnanda
 • Kosning varamanna
 • Kosning tveggja skoðunarmanna
 • Kosning í nefndir
 • Önnur  mál
 • Aðalfundi slitið.

Ferðatöskusala.

Matarhlé.

Í safnaðarheimilinu verður hægt að fá súpu og brauð fyrir 1.000,-kr.

KL. 13:00 Fræðsluerindi / Sýnikennsla / Kynning á Ameríkuferð.

Stjórnin.