janúar 2014

EQA 2014

“Árstíðirnar í garðinum”

heitir EQA samkeppnin fyrir árið 2014, og Ísland fékk verkefnið Haust

Verk hvers lands verða hengd upp saman á sýningu FOQ 2014.

Árstíðir landanna:
Vor – Spánn, Danmörk, Finnland, Þýskaland, Ungverjaland
Sumar – Bretland, Holland, Austurríki, Lúxemborg
Haust – Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Belgía
Vetur – Noregur, Frakkland, Lettland, Sviss, Írland

Allar nánari upplýsingar og skráningareyðublöð  er hægt að finna HÉR


Félagsfundur ~ Saumadagur

Fyrsti fundur Íslenska bútasaumsfélagsins á nýju ári,  verður saumafundur, í safnaðarheimilinu við Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66  laugardaginn 25 janúar 10:00 – 16:00.

Dagskrá:

Jóhanna Viborg frá Frú Bóthildi kemur með smá verkefni þar sem hún kennir okkur pappírssaum / (paper piecing).
Til þess þarf að hafa  með sér:
Saumavél, skæri, tvinna og vattefni á milli laga (t.d. Flónel eða vatt)

Jóhanna mætir með efni í poka sem verður hægt að kaupa á staðnum, annars mæta konur með sín efni.

Ekki þarf að skrá til þátttöku, frjálst að mæta með sitt eigið verkefni og suma að eigin vild. Oft er gott að koma með vandamálin á svona fundi og leita ráða því á saumafundum er saman kominn mikill fróðleikur með lausnir á öllu.

Eftir hádegi:
Þá kemur  Halldóra Hafdís Arnardóttir og ætlar að fræða okkur um hvað þarf til að prenta myndir á efni.

Gott að taka með:
Mottu, framlengingasnúrur ljós, skera og fleira.

Aðgangur kr. 1.000,-

Heitt verður á könnunni allan daginn og í hádeginu er stutt í bakarí og Nóatún

Hlökkum til að sjá ykkur


Námskeið í skapandi bútasaum

Undirrituð var með fyrirlestur um skapandi bútasaum á fundi félagsins þann 25. september síðastliðinn. Í framhaldi af því hélt ég námskeið á heimili mínu. Nú langar mig að bjóða aftur uppá samskonar námskeið. Hvert námskeið er aðeins í fjögur skipti, þrír tímar í hvert sinn, frá klukkan 5-8. Ég tek einungis fjóra nemendur til að geta leiðbeint hverjum og einum.

Kennt verður eftirtalda þriðjudaga: 28.jan. 4.febr. 18.febr. og 4.mars.

Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda í litasamsetningum og myndbyggingu, í gegnum fjölbreyttar aðferðir bútasaums, með áherslu á persónulegar og skapandi útfærslur. Megin áherslan er á endurnýtingu og fjölbreytt efnisúrval. Reiknað er með að þátttakendur vinni á milli tíma þannig að námskeiðið nýtist sem best.

Kennslan fer fram á heimili mínu að Njálsgötu 59. Þið sem voruð á fyrirlestrinum sáuð að heimilið er einnig textílsafn. Ég mun einnig kynna og sýna safnið.

Þið sem hafið áhuga hafið samband í tölvupósti sigrug@hi.is eða í síma 551-6059 / 862-6059. Þið fáið síðan nánari upplýsingar um námskeiðið.

Verð: 14.000 á mann.

Ég mun bjóða uppá te og kaffi og eitthvað með.

Örlítið um minn bakgrunn: Ég hef kennt skapandi greinar, aðallega textíl í rúm 35 ár, þar af 22 ár við kennaradeild menntavísindasviðs HÍ, fyrrverandi Kennaraháskóla Íslands. Samhliða því hef ég unnið fjölbreytt viðfangsefni innan fatahönnunar og myndlistar, skrifað þrjár bækur um fatasaum og kennt mynd- og handmenntagreinar á hinum ýmsu námskeiðum.

Með kærum kveðjum. Sigrún Guðmundsdóttir


NQT 2014

Árið 2014 mun Norska bútasaumsfélagið skipuleggja  „Nordisk Quilttreff“ Ákveðið hefur verið að haldin viðburðinn í Sarpsborg, bæ u.þ.b. 100 km austan við Osló.
Í tengslum við Nordisk quiltetreff  vinna nokkrir aðilar  í nágrannabænum Fredrikstad, að tillögum að kynna norræna og alþjóðlega textíllist í tengslum við NQT 2014. Í hópnum eru auk undirbúningsnefndar fyrir NQT 2014, m.a. Bente Vold Klausen og xx undirrituð ásamt samstarfsaðilum frá Fredrikstads Museet.
Auk þess sem við kynnum norskt textíllistafólk viljum við m.a. kynna Charlotte Yde, Fenella Davies og Claire Benn. Safnið í Fredrekstad ætlar að standa fyrir kynningu fyrir börn á bútasaumi.
Dagskráin verður haldin í gamla bænum í Fredrikstad, sem hefur upp á margt að bjóða og er áhugaverður.
Við viljum gefa fólki tækifæri á að kynna sér textíllist sem viðbót fyrir þá gesti sem heimsækja NQT 2014.

NQT 2014 bæklingur