október 2013

Samkeppni á jólafundi 2013

Samkeppni – Sýning á jólafundi – 27.11.2013

AÐVENTA

Þema: Aðventa, desember, jólamánuður
Litaval: Litur aðventu er fjólublár, blandaður úr bláu, svörtu og rauðu,
jólalitir t.d. rautt, grænt, blátt, hvítt, silfur, gull o.s.frv.
Stærð: Innan við 1 fermetra, ferkantað, sívalt, ílangt
Hvað? Veggteppi, barnateppi, dúkar, borðrenningar, rúmrenningar
Mynstur: Frjálst (taka fram hvaðan hugmyndin kemur)
Skilafrestur: Til 23.11. Skilist til undirritaðrar, sem gefur nánari upplýsingar
Frágangur: 3“ upphengi (slíður) þarf að vera efst.
Merkimiði, með nafni höfundar, heiti verksins og ártali, neðst til vinstri á
bakhlið. Ganga frá verkinu þannig að það njóti sín vel bæði upphengt og
flatt.
Ath. að stunga er mikilvægur þáttur í frágangi bútasaumsverka
Viðurkenning: Allir þátttakendur fá viðurkenningu
Verðlaun: Jólafundargestir velja besta verkið sem fær verðlaun

Smelltu hér til að nálgast þátttökueyðublað, sem þarf að fylgja hverju verki.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 31.10.2013
moa2@simnet.is /8928619 Margrét Ó. Árnadóttir


Námskeið í skapandi bútasaum

Sigrún Guðmundsdóttir textílkennari var með fyrirlestur á fundi félagsins þann 25. september. Vegna mikils áhuga sem var sýndur á fundinum ætlar Sigrún að halda námskeið.

Námskeiðið er 9 stunda námskeið sem dreifist á 3 skipti. Farið verður í megin aðferðirnar sem hún hefur unnið með, en hver þeirra er einskonar grunnur sem hægt er að vinna með á ótal vegu. Reiknað er með að þið vinnið sjálfar á milli tíma þannig að námskeiðið nýtist ykkur sem best.

Sigrún tekur aðeins 4 í einu til að geta leiðbeint hverri og einni. Kennslan fer fram á heimili Sigrúnar að Njálsgötu 59. Eins og þið sáuð í fyrirlestrinum er heimilið einnig textílsafn, sem hún mun sýna ykkur.

Sigrún ætla að setja upp tvö námskeið, frá klukkan 5-8 og sjá hvernig það hentar. Ef þið hafið aðra tíma í huga get hún athugað það.

Þriðjudagar: 22.okt. 5.nóv. 19.nóv. (tvær vikur á milli)

Fimmtudagar: 24.okt. 31.okt. 7.nóv. (vika á milli)

Forsenda þess að hægt sé að vinna skapandi með bútasaum er fjölbreytt efnisúrval og ólíkar efnisgerðir. Þið sem hafið áhuga: Hafið samband í tölvupósti sigrug@hi.is  Sigrún mun þá senda ykkur nánari upplýsingar. Verð á námskeiði er 10.500 á mann. Sigrún mun bjóða uppá te og kaffi og eitthvað smátt með.