ágúst 2013

Pistill frá „munaðarleysingjunum“ veturinn 2012-2013.

Fyrir ykkur sem ekki vitið eða þekkið til „munaðarleysingjanna“ þá erum við hópur félaga í ÍB (íslenska bútasaumsfélaginu) sem erum ekki í saumaklúbbi og / eða höfum bara gaman af að hittast og sauma saman.

Þetta er opinn félagsskapur fyrir okkur sem erum í ÍB og eru allir félagar velkomnir. Ekki láta nafnið fæla ykkur frá, það hefur góða tilfinningu hjá okkur sem fórum af stað með þennan hitting.

Eins og undanfarin ár höfum við hittst í Nethyl 2, húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins. Við höfum við verið 2 til 8 í vetur sem mættum og ekki hefur komið til niðurfellingar vegna slakrar mætingar.

Við höfum unnið vel og verið gaman hjá okkur, allar held ég hafi lært eitthvað nýtt og / eða fengið góðar hugmyndir, hjálp og stuðning. Eins og fram hefur komið áður eru allir velkomnir.

Um leið og ég þakka fyrir veturinn staðfesti ég hér með að við höfum fengið leyfi til að nota húsnæðið næsta vetur frá september 2013 til maí 2014 og er annar sunnudagur í mánuði fyrir valinu, frá kl. 10 til 14.30.

Bestu þakkir fyrir veturinn og sjáumst hressar þann 8. september. Gjaldið verður það sama kr.500,-.

Sirrý