febrúar 2013

Saumadagur 23.febrúar 2013

Næsti félagsfundur verður saumadagur í Grensáskirkju laugardaginn 23.febrúar 2013. Frá kl: 10 – 16.00

Pfaff kemur og verður með kynningu og leiðbeiningar á saumavélafótum – rennilásafótum og öðrum sniðugum fylgihlutum fyrir saumavélar.

Eftir hádegi kemur Verslunin Storkurinn og verður með kynningu á verslun sinni ásamt því að vera með fallega feita fjórðunga og fleira sætt smotterí til sölu.

Aðstoð verður á staðnum fyrir þær sem langar að setja rennilása í töskur eða litlar buddur, en koma þarf með ófrágengin verkefni, s.s fyrir rennilása eða bindingar.
Kaffi á könunni og Bakarameistarinn og Nóatún í næsta húsi.

Hlökkum til að sjá sem flestaHetjuteppi 2013

Á aðalfundi í fyrra voru til sýnis 30 teppi sem félagsmenn gáfu til verkefnisins og var það frábært framlag. En nú fer að líða að aðalfundi í ár og af því tilefni vill Hetjuteppanefndin minna á skilafrest á teppum. Einnig viljum við minna þær konur á, sem tóku að sér að ganga frá teppatoppum, sem voru gefnir til verkefnisins og dreift á fundi í Fella og Hólakirkju til þeirra sem vildu taka að sér frágang á þeim að skila af sér teppunum. Ráðgert er að hengja teppin upp til sýnis í Perlunni helgina 16 og 17 mars. Þau verða síðan afhent Umhyggju fyrir hönd félagsins.

Síðasti dagur til að skila teppum fyrir þær sem vilja vera með á sýningunni er þriðjudagur 12 mars.

Með bestu kveðju og von um góða þátttöku.

Hetjuteppanefnd:

Dagbjört s. 8653347, Borghildur s. 6599765,

Guðrún s. 8954648 og Pálína s. 8616053


Perlusýning 2013

Íslenska bútasaumsfélagið óskar eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við eftirlit og sölu varnings á Perlusýningunni dagana 15-17 mars.
Ef þú hefur áhuga og langar að aðstoða okkur, endilega vertu í sambandi við okkur. Þú getur sent okkur línu á fingurbjorg@gmail.com eða hringt í Ragnheiði í síma 8603929