janúar 2013

Félagsfundur 30.janúar. 2013

Næsti fundur félagsins er  miðvikudaginn 30.janúar og hefst kl:19.30

Verslunin Virka verður með kynningu á versluninni.                                   Kaffi og skemmtilegar frásagnir úr Ameríkuferðum.

Einnig minnum við á EQA samsýninguna, Hreyfing í þríhyrning. Þær sem eru búnar að sauma geta tekið verkin með á fundinn. Tvö verk hafa nú þegar litið dagsins ljós en þau þurfa að vera 12 talsins. Ef okkur berast fleiri verk verður valið á milli þeirra á sýningunni í Perlunni í mars nk.  Þátttökublöð eru hér neðar á síðunni.

Hlökkum til að sjá ykkur á góðu kvöldi!


Vetrarhittingur Munaðarleysingjanna

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir skemmtilegar stundir á liðnum árum.  Nú fer vetrarstarf Íslenska bútasaumsfélagsins að fara í fullan gang eftir yndislegt jólafrí.

Saumaklúbburinn Munaðarleysingjarnir eru búnir að fá fasta daga í vetur og verður hist að venju í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl 2. frá kl: 10 – 15. ~ gengið er inn á hlið hússins.                                    500 kr aðstöðugjald ~ kaffi á staðnum.

Eftirfarandi saumadagar Munaðarleysingjanna eru Sunnudagarnir :

13.janúar,  10.febrúar,  10.mars,  14. apríl,  12.maí

Hlökkum til að sjá ykkur