nóvember 2012

Jólafundur 2012

Jólafundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn í Safnaðarheimili Grensáskirkju miðvikudaginn 28. nóvember kl: 19.30.

Aðgangseyrir kr. 500 fyrir félagsmenn og kr. 1.000 fyrir utanfélagsgesti, sem eru ávallt velkomnir.

Fundargestir eru beðnir að taka með sér a.m.k. eitt jólalegt verk til að skreyta salinn með.

Dagskrá:

  • Tekið verður á móti jólagjöfum (bollamottum) við innganginn og þær hengdar upp til sýnis Númer verða afhent við móttöku gjafanna sem verður deilt út í lok fundarins
  • Hugvekja
  • Kynning á samkeppnini Blátt-hvítt-rautt. Kosið í dómnefnd og atkvæðaseðlum dreift
  • Jólakaffi og kræsingar
  • Úrslit í samkeppninni. Verðlaunaafhending
  • Jólagjafir afhentar

Vekjum athygli á að blöðin frá evrópsku bútasaumssamtökunum liggja alltaf frammi fundum félagsins. Þau geta félagsmenn fengið lánuð heim á milli funda.

Hlökkum til að sjá ykkur – þetta verður yndisleg kvöldstund!

Stjórnin.

Samsýning EQA 2013 – Hreyfing “Movement”

Samsýning Evrópsku bútasaumsfélaga  Festival of Quilts“ (EQA) 2013. sem fer fram 8-11. ágúst 2013 er komin með þema fyrir næstu sýningu sem ber heitið Hreyfing “Movement”

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á að skila þarf  útfylltu þátttökublaði, ásamt mynd af verkinu, og sendist fulltrúa EQA á Íslandi fyrir 28. mars 2013 þar sem þátttökublað og ljósmynd verður að sendast til EQA eigi síðar en 31. maí 2013,  sjá nánar í reglunum.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa um reglurnar og sækja þátttökutilkynningu.

Reglur

Þátttökutilkynning