september 2012

Munaðarleysingjarnir – saumaklúbbur.

Saumaklúbburinn Munaðarleysingjarnir ætla hittast núna fyrir áramót og höfum við fengið áfram aðstöðu í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl 2,  fyrsti saumahittingurinn  verður sunnudaginn 28.okt nk. frá kl: 10.00 – 15.00 ~ næstu fundir verða svo 11. nóvember og  9. desember.

Aðstöðugjald er 500 kr  eins og áður.

Hlakka til að sjá ykkur

kveðja Sigríður Poulsen


Fléttuð stjarna.

Á félagsfundi þann 26 sept. sl  kynnti Lovísa kennsluverkefni sem verður í boði á næsta saumafundi félagsins laugardaginn 27.okt. nk.

Það er þessi fléttaða þrívíddarstjarna sem verður kennt að sauma, smelltu hér til  að nálgast allar upplýsingar um efnismagn og skurðinn. Það er gott að vera búin að flýta fyrir sér fyrir saumadaginn og vera búin að skera niður í verkefnið.

Hlökkum til að sjá ykkur á saumadeginum.


Félagsfundur 26.september 2012

Fyrsti fundur vetrarins  verður haldinn næstkomandi miðvikudag 26.september kl:19.30.  Vekjum athygli á að nú erum við flutt úr Breiðholtinu  og verða fundirnir nú haldnir í Safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66. Aðgangseyrir er 500 kr.

Kynning frá verslunum: Quiltkarfan og B. Ingvarsson
EQA fréttir frá Birmingham í máli og myndum
Kynning á samkeppni vetrarins: Blátt-hvítt-rautt
Ræmuhappdrætti: Fundargestir komi með bláar, hvítar og rauðar ræmur 2 ½“
Kaffihlé
Happdrætti
Klúbbakynning: Gleðituskurnar

Mætum tímanlega


Fréttabréf Íslenska bútasaumsfélagsins

Haustblað Íslenska bútasaumsfélagsins er komið úr pentsmiðju, pakkað, merkt og á leiðinni til ykkar , blaðið ætti að detta í alla póstkassa á næstu dögum.


Dagskrá vetrarins 2012 – 2013

Þá er farið að hausta og það styttist í að vetrarstarf Íslenska bútasaumsfélagsins hefjist að nýju eftir yndislegt sumar. Fyrsti fundur vetrarins verður miðvikudaginn 26. september nk. Vekjum athygli á að nú verða fundirnir haldnir í Safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66 , og hefjast þeir kl: 19.30.

Smelltu hér til að skoða nýja dagskrá