maí 2012

Sýning í Snæfellsbæ

Bútasaumsfélagið Jökulspor í Snæfellsbæ ætlar að halda sýningu á verkum
sínum í kringum sjómannadagshelgina þ.e. vikuna 1. – 8. júní n.k.í
Átthagastofu í Ólafsvík.
Skemmtilegt væri að fá að vita ef einhver vill koma, að láta vita af
sér, þannig að einhver okkar gæti tekið á móti ykkur.

Með kveðju
Margrét Vigfúsdóttir
formaður sími 825-1119


Aðalfundur 2012

Aðalfundarboð

Dagskrá Aðalfundar Íslenska Bútasaumsfélagsins hefst kl:10.30 í Gerðubergi, laugardaginn 12. maí 2012 með venjulegum aðalfundarstörfum.

  • Fundarsetning, kostning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári
  • Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  • Tillaga um árgald
  • Skýrslur nefnda
  • Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar
  • Kosning formanns
  • Kosning meðstjórnanda
  • Kosning varamanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Kosning í nefndir
  • Önnur mál
  • Fundi slitið

   Stjórn Íslenska Bútasaumsfélagsins

   Nú á næstu dögum berst félagsmönnum nýjasta blað félagsins, í því er nánar um aðalfundinn og námskeiðin sem verða í boði eftir hádegi. Margrét Ósk Árnadóttir gefur allar upplýsingar um sitt námskeið. En öll skráning á námskeiðin fer fram hjá Sigríði Poulsen á netfanginu sirryp[hja]gmail.com. Skráning hefst 5.maí, þá ættu allir að vera búnir að fá sitt blað inn um lúguna.  Staðfestingargjald er 1500 kr og er óafturkræft nema að námskeiðið falli niður. Vinsamlega leggið staðfestingargjaldið inn á reikn. ÍB 0537-26-503980, kt. 541200-3980.  einnig að senda greiðslukvittun á gagga@centrum.is

   ~ Hlökkum til að sjá ykkur ~

   Viljum einnig minna félagskonur á Ferðatöskusöluna, ef þú átt efni,tvinna,blöð eða annað bútasaumstengt sem þú vilt selja þá stendur félagskonum það til boða að selja bútadót eftir aðalfund eða kl:13.00


   Munaðarleysingjarnir

   Saumaklúbburinn Munaðarleysingjarnir ætla að hittast sunnudaginn 13.maí , þetta verður síðasti hittingurinn fyrir sumarið, við hittumst í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl ~ frá kl: 10.00 – 15.00 ~ 500 kr aðstöðugjald og koma með nesti með sér, ef vill ~ kaffi á staðnum.