apríl 2012

Hefur þú áhuga á að starfa með Íslenska Bútasaumsfélaginu ?

Aðstoða við að gera félagið kraftmeira og sýnilegra í heimi handverks í dag.
Ef þú hefur áhuga á að vinna í þágu félagsins, koma með ferskan blæ og hugmyndir ásamt því að vera í félagsskap með hressum og skapandi konum,
sendu okkur þá línu á fingurbjorg@gmail.com og við munum verða í sambandi.


Ýmislegt af Facebook

Það hefur verið spurt mikið um Þrívíddar-bútasaums pottaleppinn sem var póstað á Facebook og var til sýnis á Félagsfundi í vetur, svo það var ákveðið fyrir ykkur stelpur sem eruð ekki á Facebook að gera smá úrtak úr síðustu vikum. Lesa meira »


Félagsfundur miðvikudaginn 25.apríl. kl:20.00

Félagsfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldin miðvikudaginn 25.apríl  kl. 20.00 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju.

Dagskrá:

  • Vorið í garðinum, Ragnheiður Björnsdóttir
  • Önnur mál / Kaffihlé
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá

Nú er allrasíðasti dagur að skila inn í EQA samkeppnina Krossgötur, ef einhver hefur farið í Krossgötu-stuð um páskana þá er um að gera að kíkja á fund og skila inn sínu verki.

Minnum á að húsinu er lokað um leið og fundur hefst því hvetjum við konur að mæta tímanlega.


Saumaklúbbur ÍB ~ Munaðarleysingjarnir

Við minnum á að klúbburinn Munaðarleysingjarnir ætla að hittast á sunnudaginn 15.apríl.í húsi Heimilisiðnaðarskólans að Nethyl ~ kl: 10.00 – 15.00 ~ 500 kr aðstöðugjald og koma með nesti með sér, ef vill ~ kaffi á staðnum.


Punktar frá Félagsfundi ÍB 28.mars 2012

Það var fjölmennur hópur kvenna sem skunduðu upp í  Fella og Hólakirkju  miðvikudagskvöldið 28.mars sl. – það var gaman að sjá hversu margar mættu þetta kvöld.

Félagskonur voru beðnar að taka þátt í skoðanakönnun varðandi tímasetningu á fundunum og hugmyndir að dagskráliðum fyrir næsta vetur 2012-2013

Smelltu á myndina og fáðu snið af nálapúðanum.

Smelltu á lesa meira til að fá nánari fréttir frá fundinum :)

Lesa meira »