febrúar 2012

Félagsfundur 29.febrúar kl:20.00

Félagsfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldin miðvikudaginn 29.febrúar kl. 20.00 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju.

Dagskrá:

  • Soffia Magnúsdóttir, textílkennari og fl.
  • Önnur mál / kaffihlé og spjall
  • Örnámskeið / Borghildur Ingvarsdóttir, kennir rósettugerð
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá

Stelpur endilega verið duglegar að koma með stykki sem þið hafið gert eða eruð að vinna í ~ það er svo gaman að sjá hvað þið eruð að vinna í heima. Það mega líka vera gömul verkefni, sem þið eruð löngu búnar með.

Hvetjum alla til að mæta tímanlega því læsa þarf húsinu um leið og fundur hefst til þess að óviðkomandi aðilar séu ekki að vaða inn.

Og ekki gleyma að slökkva á gemsunum :)


Strandmenning

Halló Halló !!

Hafið þið gleymt strandmenningunni ???

Skilafrestur þátttökutilkynninga rennur út í dag. Enn hafa allt of fáar tilkynningar borist .

Vitað er að margar hæfileikaríkar konur ætluðu að taka þátt en gætu hafa gleymt að tilkynna þátttöku.

Hér með er tilkynningafrestur framlengdur til 18. Febrúar.

Hér er hægt að lesa meira um samkeppnina

Hér er umsóknareyðublaðið

Stjórn Í.B.


Saumafundur í Fella og Hólakirkju laugardaginn 18. febrúar, kl.10.00-16.00

Saumaþema Krossgötur
Krossgötur er samkeppni EQA 2012

Hugmyndin er að þið komið með efni og e.t.v. saumavélar. Á staðnum
verða konur sem vanar eru að taka þátt í samkeppnum. Þær munu aðstoða
við að velja saman efni og aðferð við að mynda krossgötur.
Tilvalið tækifæri fyrir nýliða til að fá innsýn í nýtt handbragð

Gaman væri ef sem flestar tækju þátt í samkeppninni. Ísland þarf að
velja 10 eða 12 verk til að senda á sýninguna í Birmingham í ágúst.

Kl. 12. Kemur Kristín Linda Jónsdóttir, ritstjóri Húsfreyjunnar með óvissuerindi.

Sýnt og sagt frá, saumahópi.

Önnur mál

Það verður kaffi á könnunni og þið komið með nesti.

P.s. Muna að taka með framlengingasnúrur….. og góða skapið :)


Litafræði fyrir bútasaum

Námskeiðið Litafræði fyrir bútasaum hefst þriðjudaginn 14 febrúar (ef næg þátttaka næst). 


Guðrún Erla á Íslandi í mars.