nóvember 2011

“European Patchwork Meeting 2012″

Í tengslum við 18 sýningu Frakka í september 2012 efna þeir til samkeppni með þemanu:  Í gær, í dag og á morgun.   Félagsmönnum stendur til boða að taka þátt og birtum við því keppnisreglur hér.  Skrá þarf þátttöku fyrir 3. júlí 2012 og er þáttökugjald 18 evrur.


Jólafundur – 30. nóvember 2011

Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20.00 höldum við okkar árlega jólafund í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju.   Aðgangseyrir 500 kr.

  • Bergþór Pálsson kemur í heimsókn
  • Jólapakkar, allir mæta með jólapakka sem er bútasaumstengdur, hver gefur pakka eins og hann óskar sjálfum sér (ekki pakka inn).
  • Jólakaffi og spjall.
  • Félagar eru hvattir til að koma með jólatengd verk sem þeir hafa gert til að gera jólalegt hjá okkur.

Hvetjum alla til að mæta tímanlega því læsa þarf húsinu um leið og fundur hefst til þess að óviðkomandi aðilar séu ekki að vaða inn.

Fyrir hönd stjórnar, Lovísa.


Jólabasar 11-12 desember

Félagskonum stendur til boða að selja vörur sínar á Jólabasar í Sjóminjasafninu 11-12 desember næstkomandi.     Þetta er tilvalið tækifæri til að selja bútasaumstengdan jólavarning endurgjaldslaust.   Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. desember til Svölu í síma 863 1414.


Fjölbreytileiki Evrópu 2012

Tilnefningar óskast  fyrir sýninguna Fjölbreytileiki Evrópu 2012.  Hvert aðildarland EQA tilnefnir eitt verk sem verður sett upp í Birmingham í ágúst 2012.   Miðað er við að verkin séu ekki eldri en fimm ára og sýni einkenni Evrópskra bútasaumsverka í lita og efnisvali. Lesa meira »


Oeqc 2012

Hollenska bútasaumshátíðin Open European Quilt Championships efnir að venju til samkeppni sem er opin öllum.   Að þessu sinni er þemað “Flora” en skráning ásamt myndum af verkinu þarf að berast fyrir 15. janúar 2012.


Alþjóðleg bútasaumshátíð á Írlandi 2012

Írar efna til Alþjóðlegrar bútasaumshátíðar 7-10 júní 2012.