september 2011

Húsfreyjan – Fréttabréf Íslenska bútasaumsfélagsins

Fréttabréf Íslenska bútasaumfélagsins er nú að berast félagsmönnum sínum.  Því miður misritaðist nafn Húsfreyjunar en ritstjóri hennar Kristín Linda Jónsdóttir kemur á félagsfund til okkar í janúar.    Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.


Krossgötur – Samsýning EQA 2012

Samsýning Evróskra bútasaumsfélaga á næsta ári verður með þemanu Krossgötur en þátttökureglur má finna hér.  Ef vill má leita til þjóðsagna  okkar í leit að viðfangsefni eða til  ljóða

Erla Sigurðardóttir


Fyrsti félagsfundur vetarins 28. september.

Félagsfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldin miðvikudaginn 28. september næstkomandi kl. 20.00 í Safnaðarheimili Fella og Hólakirkju. Aðgangseyrir kr. 500.-

 Dagskrá:

  • Ásdís Erla Guðjónsdóttir hönnuður Dísuklúbbsins, kynnir verk sín.
  • Kynningar á samkeppnum; EQA, fyrir aðalfund, Strandamenning 2012, NQT ofl.
  • Önnur mál/ kaffihlé.
  • Happdrætti.
  • Sýnt og sagt frá.

Fyrir hönd stjórnar, Lovísa Jónsdóttir.