júlí 2011

“The Sketchbook Project”

Skissubókar verkefnið er farandsýning sem er sköpuð af listamönnum eins og þér!  Þátttaka er opin öllum en skrá verður þátttöku fyrir 31. október, við skráningu þarf að velja eitt þema af 40 mögulegum.  Skráningargjald er 28 USD og þá færðu senda tóma skissubók.  Þegar verkefninu lýkur þarf að senda bókina til baka fyrir 31. janúar 2012.   Árið 2012 verður efnt til farandsýningar með innsendum skissubókum en bækurnar verða síðan varðveitar af safninu Brooklyn Art Library.  Óski þátttakendur eftir verður skissubókin skönnuð inn og verður síðar aðgengileg á vefnum gegn 20 USD greiðslu.


Bútasaumshátíðir í Evrópu

Hér er birt yfirlit yfir nokkra bútasaumshátíðir í Evrópu.

Bretland:  Festival of  Quilts, 11-14 ágúst 2011.
Þýskaland:  30 ára afmælissýning Þýska bútasaumsfélagins 9-14 september 2011.  250 verk með þemanu loftslag verða sýnd á sýningunni. 
Frakkland:  “European Patchwork Meeting” 15-18 september 2011.
Belgía:  “National Quilt Happening” 13-16 oktober 2011 er haldið árlega á vegum Belgíska bútasaumsfélagsins.
Austurríki:  “Quiltfest” 21-23 október 2011.


“European Quilt Triennal 2012″

Fimmti Evrópski bútasaums þríæringurinn verður haldin í Heildelberg 2012.   Að venju er efnt til samkeppni sem félagsmönnum stendur til boða að taka þátt í.   Upplýsingar um þátttökureglur eru hér en keppnin er haldin að á vegum Textilsammlung Max Berk, Kurpfalzisches Museum en heimasíða safnsins er hér.


Strandmenning – vantar þig hugmyndir?

Eins og áður hefur komið fram á síðunni er næsta áskorun Íslenska bútasaumsfélagsins “Strandmenning” og má lesa um áskorunina hér og umsóknareyðublað má finna hér

Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt, en ef ykkur vantar innblástur þá er tilvalið að hlusta á útvarpsþáttinn Við hafið þar sem fjallað er um strandmenningu í fortíð, nútíð og framtíð.   Einnig væri kjörið fyrir þá sem eiga þess kost að heimsækja Norræna strandmenningarhátíð á Húsavík síðar í þessum mánuði.