apríl 2011

Félagsfundur 27. apríl 2011, kl. 20.00

  • Endurnýtt – hvað er hægt að gera úr gömlum fötum? Lovísa Jónsdóttir sýnir og útskýrir.
  • Örnámskeið – saumað úr gömlum gallabuxum. Áhugasamir komi með gamlar gallabuxur, saumavél, framlengingarsnúru, mottu/stiku/hníf, (þeir sem eiga) og e.t.v. eina blokk, gamalt prufustykki eða blokk sem varð afgangs úr öðru verki.
  • Félagar eru hvattir til að koma með verk, unnin úr gömlum fötum, til að sýna. Það geta verið teppi, dúkar, töskur, gardínur o.m.fl.
  • Skilafrestur á verkum vegna EQA, salurinn kýs vinsælasta teppið. Ef fleiri verk berast en hægt er að senda mun verða skipuð dómnefnd til að velja teppi sem fara utan.
  • Ræmuhappdrætti – félagar komi með 2 1/2” ræmur í rauðu, í breidd efnisins, merktar með nafni
  • Sýnt og sagt frá

Fundurinn er haldin í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00 – 22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.


Belgía – bútasaumshátíð 13. – 16. október 2011

 Belgíska bútasfélagið efnir til bútasaumshátíðinar: ” National Quilt Happening”  í ENGHIEN PARK n°5 sem er í miðbæ Hainaut.  Opnunartími er frá 10 til 17 daglega og eru aðgangseyrir 6 Evrur.


Örnámskeið Berglindar Snæland

Á félagsfundi 30. mars hélt Berglind Snæland einstaklega skemmtilegt erindi um aðferðir til að búa til fljúgandi gæsir og þríhyrninga-ferninga. Hún setti fyrirlesturinn upp á glærur sem eru mjög aðgengilegar en hægt er að skoða þær á heimasíðu Berglindar, http://www.missbee.com. Færslan hennar er á föstudeginum 15. apríl.


Fundargerð fundar 30. mars, 2011

Hér má lesa fundargerð mars fundarins.