mars 2011

Bútasaumsýning – Danmörk 2011

Danska bútasaumsfélagið fagnar nú 25 ára afmæli sínu með sýningu 27  til 28. ágúst næstkomandi í Odense.


Minnum á bjarnarklóna!

Happdrættisblokkin fyrir aðalfund félagsins 14 maí næskomandi  er bjarnarkló og á hún að vera 14″ fyrir utan saumfar ( 14 1/2 tomma samtals).  Dregið verður úr nöfnum þeirra sem koma með blokk/ir á aðalfundinn.   Nánari upplýsingar er einnig að finna á blaðsíðu 30 í Fréttabréfi Íslenska bútasaumsfélagins nú í haust.


Hlýjar kveðjur til Japans

Þessa daganna er hugur margra hjá Japönsku þjóðinni vegna þeirra hörmunga sem dynja á þeim.   Vilt þú rétta hjálparhönd með því að senda bútasaumsteppi til Japans?  Tekið er á móti nýjum og notuðum teppum í öllum stærðum. Lesa meira »


Fundargerð félagsfundar 23.2.2011

Hér má lesa fundargerð félagsfundar sem haldinn var 23. febrúar, 2011.


Bútasaumsnámskeið – apríl 2011

Guðrún Erla Gísladóttir ráðgerir að halda bútasaumsnámskeið:

6. apríl í Reykjavík, 7. apríl á Blöndósi, 9. apríl á Selfossi og 12. apríl á Egilsstöðum.

Skráning er hjá Guðrúnu Erlu í gudrun@gequiltdesigns.com.

Föstudaginn 8. apríl heldur Guðrún Erla fyrirlestur á Selfossi um reynslu sína sem sniða- og efnishönnuður í Bandaríkjunum.