febrúar 2011

Ítalía Invita 13 – 15 maí 2011

Textílsýningin Italia Invita verður haldin 14-15 maí næstkomandi en  þar má sjá allt er varðar textil svo sem bútasaum, hekl, vefnað og þæfða ull.


Alþjóðleg samkeppni – 1. júní 2011

Efnt er til alþjóðlegrar samkeppni á hönnun bútasaumsverki sem nýtir “Jelly Roll” sem best.   Skila þarf inn myndum fyrir 1. júní næstkomandi en lesa má nánar um keppnina hér.


Boð um þátttöku í samkeppni – NQT 2012

NQT (Nordisk Quilttræf) haldið í Álaborg 18-20 maí 2012.   Í tengslum við hátíðina er efnt til samkeppni með þemanum:  Á leið.  Samkeppnin er opin fyrir félögum norrænu bútasaumsfélaganna. Lesa meira »


Að búa til samfellt skáband

Á félagsfundinum 23. febrúar var haldið ör-námskeið í hvernig búa má til samfellt skáband. Hér má sjá leiðbeiningarnar sem sýna aðferðina.


Vinahringir – samsýning EQA 2011

Samsýning Evrópskra bútasaumsfélaga (EQA) n.k.  ágúst verða 12 hringir frá hverju aðildarlandi. Skilafrestur til þátttöku er til 27. apríl næstkomandi. Þáttökureglur má finna hér.   Erla


Litafræði fyrir bútasaum – mars 2011

Tækniskólinn auglýsir námskeið í Litafræði fyrir bútasaum.


Hildur Bjarnadóttir á félagsfundi 23. febrúar, 2011

Því miður forfallast Sigrún Shanko sem ætlaði að koma til okkar á félagsfund 23. febrúar, 2011. Þess í stað mun Hildur Bjarnadóttir, myndlistamaður, koma og segja frá verkum sínum. Hildur útskrifaðist úr Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1997 og hefur sýnt verk sín víða. Hér má sjá sýnishorn af verkum Hildar en hún hefur haldið merkjum hefðbundinnar handavinnu á lofti.

Hildur Bjarnadóttir

Fundurinn hefst að vanda kl. 20:00 og er dagskrá að öðru leyti eins og auglýst var 15. febrúar.


Félagsfundur 23. febrúar 2011, kl. 20.00

  • Listakonan Sigrún Lára Shanko kemur í heimsókn og segir frá verkum sínum, hvað hún er að gera á textílverkstæðinu Korpu og frá ferð til Houston.
  • Örnámskeið – kennt verður að búa til samfellt skáband. Áhugasamir komi með nægilega stóran bút fyrir skábandið og saumfar + 15% meira, mottu og stiku, blýant eða mjótt túss, skæri og títuprjóna, sameinast um saumavélar.
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá

Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00 – 22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.


Annað byrjendanámskeið haldið í lok febrúar

Íslenska bútasaumsfélagið þakkar góðar undirtektir við byrjunarnámskeiðinu sem hefst um næstu helgi. Biðlisti hefur myndast og hefur því verið skipulagt annað námskeið helgina 26.-27. febrúar á sama stað. Örfá pláss eru laus, en þær sem eru á biðlista ganga fyrir. Mikilvægt er að greiða námskeiðsgjald við skráningu eða í seinasta lagi þremur vikum fyrirfram.

Námskeiðslýsingu má lesa hér.


Fundargerð félagsfundar 25. janúar 2011

Þann 25. janúar var fyrsti fundur ársins haldinn í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Bekkurinn var þéttsetinn og dagskrá áhugaverð en fundargerð má lesa hér.