janúar 2011

York 2012?

Undirritaðri hefur borist fyrirspurn um þátttöku í samsýningu í York 2012 (sjá færslu frá 9. október 2010). Hafi einhver áhuga á þessu verkefni er viðkomandi beðin um að hafa samband við Erlu.


Fögnuður – bútasaumsverkin komin heim

Eftir ferðalag 10 bútasaumsverka til Bretlands, um Norðurlöndin og Ítalíu eru verkin loksins komin heim.   Eigendur verkanna geta fengið verkin afhent á næsta félagsfundi 26. janúar eða haft samband við Erlu um annað fyrirkomulag.


Fundargerð jólafundarins

Þann 24. nóvember héldu félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu upp á 10. ára félagsins með pompi og prakt í Félagsheimili Fella- og Hólakirkju. Í fundargerð má lesa um dagskrá fundarins.


Félagsfundur 26. janúar 2011, kl.20.00

  • Eygló Harðardóttir myndlistarmaður kemur og segir frá litafræði og vali á litum
  • Klúbbakynning – Saumasystur
  • Bót.is kemur í heimsókn
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá, fundargestir koma með og sýna verk sem þeir hafa klárað frá síðasta félagsfundi

Fundurinn verður haldin í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00 -22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.