desember 2010

Hetjudagur, laugardaginn 8. janúar 2011, kl. 9.00

  • Saumadagur þar sem Hetjuteppi verða saumuð. Félagsmenn komi með saumavélar, framlengingarsnúrur, tvinna og annað til sauma. En sameinast um straujárn og –borð.
  • Afhentir verða pokar með tilsniðnum teppum til að sauma. Einnig geta félagsmenn komið með eigin Hetjuteppi til að sauma.
  • Félagsmenn sameinast um að koma með rétti til að bera á borð í hádeginu.

Saumadagurinn verður haldin í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju.


Bútasaumsnámskeið fyrir byrjendur – febrúar 2011

Næsta byrjendanámskeið á vegum Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldið helgina 5. og 6. febrúar í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Námskeiðið er sérsniðið fyrir þá sem vilja læra réttu handbrögðin frá grunni og ljúka við alla verkþætti á námskeiðinu. Það er opið öllum sem áhuga hafa en félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldinu. Mynd af verkefninu ásamt nánari upplýsingum má finna hér.