nóvember 2010

Samkeppni og vorsýning Íslenska bútasaumsfélagsins 2012 “Strandmenning”

Búið er að velja þema fyrir næstu áskorun Íslenska bútasaumsfélagsins en það er “Strandmenning”. Sýningin verður haldin í Víkinni, Sjóminjasafninu í Reykjavík og er áætlað að opna hana í maí 2012. Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt, en nánari upplýsingar um áskorunina er að finna hér og umsóknareyðublað er að finna hér.


Afmælis- og jólafundur 24. nóvember 2010, kl. 20.00

  • Tíu ára afmælis Íslenska bútasaumsfélagsins minnst
  • Sagt frá afmælissýningunni í Perlunni og undirbúningi hennar
  • Upplestur í tilefni jóla
  • Afmæliskaffi
  • Skipst á jólagjöfum, fundargestir komi með eitthvað sem þeir hafi búið til eða hentar til bútasaums til að hengja á snúru, viðmiðunarverð er kr. 1.000
  • Happdrætti
  • Sýnt og sagt frá

Fundurinn er haldinn í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00-22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.


Fundargerð félagsfundar 27. október, 2010

Fundargerð félagsfundar Íslenska bútasaumsfélagsins frá 27. október 2010 er að finna hér.


Námskeið Íslenska bútasaumsfélagsins

Íslenska bútasaumsfélagið auglýsir námskeið í bútasaumi sem er sérsniðið fyrir þá sem vilja læra réttu handbrögðin frá grunni og ljúka við verkefni.

Námskeiðið verður haldið þriðjudagana 16, 23 og 30 nóvember, kl. 19-21:30.

Félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldinu.

Sjá nánari upplýsingar hér.


KorpArt laugardaginn 6. nóvember

KorpArt hópurinn á Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi mun opna vinnustofur sínar laugardaginn 6. nóvember frá kl. 13.00 til 17.00.