október 2010

Fögnuður – Ítalía

Fyrirhugað er að sýna Fögnuð í Bologna 19-21 nóvember næstkomandi.   Að þeirri sýningu lokinni verða verkin send til síns heima og þá mun ég hafa samband við eigendur verka sem lánuðu verkin sín.   Erla


Handverk og hönnun í Ráðhúsinu

Handverk og hönnun verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. október til 3 nóvember 2010.  Sjá nánar á heimasíðu Handverks og hönnunar.


Félagsfundur 27. október 2010, kl. 20.00

  • Sagt frá sýningum sumarsins
  • Frágangur á teppum – Halldóra Þormóðsdóttir og Hrafnhildur Svavarsdóttir segja frá
  • Vattstunga í vél – konur sem taka að sér að vatt-stinga teppi kynna starfsemi sína
  • Ræmuhappdrætti – félagar komi með 2 1/2” ræmur í bláu, í breidd efnisins, merktar með nafni
  • Sýnt og sagt frá

Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00 -22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.


Boð um þátttöku í samsýningu í York, 2012

Íslenska bútasaumsfélaginu er boðið að taka þátt í samsýningunni “CELEBRATING DIVERSITY” á vegum Quilt Museum and Gallery, sem verður opin frá maí til ágúst 2012. Lesa meira »


Litunarnámskeið hjá Sigrúnu Shanko

Textíllistakonan Sigrún Lára Shanko mun halda litunarnámskeið 12 og 13 október næstkomandi.

Lesa meira »


Ljósmyndari óskast

Íslenska bútasaumsfélagið óskar eftir ljósmyndara úr röðum félagsmanna til að skjalfesta viðburði félagsins. Viðkomandi myndi vinna með ritnefnd, sýningarnefnd og stjórn. Áhugasamir eru beðnir að snúa sér til Borghildar Ingvarsdóttur í síma 849-8022.


Fundargerð félagsfundar 29. september, 2010

Félagsfundur Íslenska bútasaumsfélagsins var haldinn 29. október s.l. Fundargerð má lesa hér.


Bútur við bút

Á haustfagnaði handverksfólks Með sól í hjarta, sem haldinn var á Hótel Sögu, 18. september s.l. kom kátur hópur kvenna upp á svið og söng Bútur við Bút. Textinn er eftir Benedikt Jóhannesson, en hann er sunginn við lagið Ó nema ég.