september 2010

Hringiða – samsýning EQA 2011

Á liðnum árum hafa félagar Íslenska bútasaumsfélagsins tekið þátt í samsýningu Evrópskra bútasaumsfélaga (EQA) í tengslum við árlega bútasaumshátíðina Festival of Quilts, verkin hafa síðan verið send sem farandsýning á milli aðildarlandanna.

Á næsta ári er stefnt að því að sýna 12 hringi frá hverju aðildalandi.  Birtum hér þátttökureglur en þar kemur fram: Lesa meira »


Haustfagnaður 18. september – Með sól í hjarta

Ágætu bútasaumskonur.

Nú stendur yfir skráning á haustfagnaðinn,  Með sól í hjarta  á Hótel Sögu.    Nú þegar eru yfir 60 konur búnar að boða komu sína.  Við viljum hvetja ykkur til að hafa samband við klúbbsystur ykkar eða vinkonur og tilkynna komur ykkar fyrir 6. september

Miða og borðapantanir hjá  Svölu og SirrýLesa meira »


Afmælishátíð Íslenska bútasaumsfélagsins

Nú styttist í opnun sýningar félagsins í Perlunni þann 10. september næstkomandi, Bút fyrir bút í 30 ár og Tækifæriskort.    Fjórum dögum síðar,  eða 14. september opnum við aðra sýningu, Color Connections  í Ráðhúsi Reykjavík.

Einstakt tækifæri til þess að skoða  fjölbreytt úrval bútasaumsverka, sjá nánar á meðfylgjandi boðskorti.


Prjónakaffi í Guðríðarkirkju

Prjónakaffið byrjar aftur fyrsta þriðjudag í september, 7 sept. klukkan hálfátta að kvöldi.  Prjónakaffið verður núna á hverjum þriðjudegi í stað hálfsmánaðarlega áður, en 14 september sér hún PrjónaKella um prjónakaffið og sýnir það sem hún hefur á boðstólnum.   Hún mun sjá um prjónakaffið einu sinni í mánuði í vetur.   Boðið verður upp á kaffi og te og kannski eitthvað með því.   Verið velkomnar prjónakallar og prjónakellur í Guðríðarkirkju!


Heimasíða félagsins opnuð

Ágætu félagar.   Nú er komið að stóru stundinni með opnun heimasíðunnar.   Verkefni eins og þetta tekur alltaf lengri tíma en maður ráðgerir og sérstaklega á meðan maður er að læra á hlutina.   Til stendur að bæta inn myndum og laga ýmsar síður.   Þrátt fyrir einhverja minniháttar hnökra var ákveðið að virkja síðuna við fyrsta tækifæri því þetta verkefni tekur jú engan enda.

Borghildur og Erla.